Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 536 svör fundust
Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir?
Skammstöfunin S.P.Q.R. stendur fyrir Senatus populusque Romanus og þýðir Öldungaráðið og Rómarlýður. Í skammstöfuninni stendur stafurinn Q fyrir samtenginguna –que sem er skeytt aftan við síðara orð af tveimur sem tengja á saman. Orðin populus Romanus – Rómarlýður – vísuðu upphaflega til rómverskra borgara, þ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?
Jón Hallsteinn Hallsson er dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði. Hefð...
Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?
Skipting Rómaveldis í austur- og vesturhluta varð til á löngum tíma. Segja má að stjórnarkreppur og valdaátök hafi átt sinn þátt í að kljúfa ríkið en aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins voru einnig gerólíkar. Rómaveldi varð í reynd að keisaradæmi árið 27 f.Kr. enda þótt það væri enn þá lýðveldi að nafnin...
Hvernig var fimmta öldin í Kína?
Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...
Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti?
Fuglar standa á öðrum fæti af sömu ástæðu og menn klæða sig í ullarsokka, það er til að hafa stjórn á líkamshitanum. Mikið varmatap verður frá fótleggjum fugla af tveimur ástæðum; engar fjaðrir skýla þeim og þar er mjög mikið af smáum æðum. Þrisvar sinnum meira blóð flæðir um fótleggi fugla en út í stærstu vöðva þ...
Börðust indjánar í Þrælastríðinu?
Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Upphaflega var spurt á þessa leið: Getið þið útskýrt betur hvað það felur í sér að kortleggja allt erfðaefni mannsins? - Helgi Jónsson Hvaða dyr opnar skráningin á erfðamengi mannsins? - Sæmundur Oddsson Gen eru gerð úr tvöföldum þráðum DNA-kjarnsýru sem er erfðaefni allra lífvera. (Sjá Hvað eru DNA og RNA og...
Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?
Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. De...
Hver er lengsti tími sem stríð hefur tekið?
Áður en hægt er að ákvarða hvert sé lengsta stríð sem háð hefur verið verðum við að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu stríð. Það má skilgreina stríð sem átök tveggja eða fleiri hópa um skemmri eða lengri tíma. Bein hernaðarleg átök geta hins vegar legið niðri um skamman tíma þótt stríðsaðilarnir hafi ekki g...
Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?
Adrenalín er hormón myndað úr amínósýru í merg nýrnahettna. Myndun og seyti adrenalíns er undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins, nánar tiltekið drifkerfi þess. Þegar við finnum fyrir streitu af einhverju tagi skynjar undirstúkan það og kemur taugaboðum áleiðis til nýrnahettumergs og örvar hann til að seyta adrena...
Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig vísar maður í sjónvarpsefni í heimildum? Ég er að skrifa grein og er að vísa í þáttaröðina Rætur, sem var sýnd á RÚV. Á nokkrum vefsíðum er að finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að vísa til sjónvarpsefnis í heimildum. Í fljótu bragði virðast slíkar uppl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað?
Gísli Kort Kristófersson er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Gísli Kort gegnir einnig aðjúnktstöðum við hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Hann er virkur í þónokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum. ...
Eru ekki miklar líkur á 3. heimstyrjöldinni ef flest stríð hafa verið vegna trúarbragða og meiri hluti heimsins er trúaður?
Spyrjandi gefur sér að flest stríð heimsins hafi verið vegna trúarbragða. Þetta er að líkindum ekki rétt. Trúarbrögð hafa alla tíð blandast með ýmsum hætti í stríðsátök en rætur stríðsátaka má oftast finna í ýmis konar hagsmunatogstreitu frekar en í ólíku viðhorfi til almættisins. Trúarbrögð eru hins vegar oft...
Hvað er fasismi?
Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...
Af hverju skiptist Kórea í Norður- og Suður-Kóreu?
Uppskipting Kóreu í norður- og suðurhluta átti sér býsna langan aðdraganda. Allt frá 7. öld hafði Kórea verið óskipt konungsríki í nánu sambandi við kínverska keisaraveldið sem ljáði því djúptæk menningarleg og pólitísk áhrif, þó án þess að sambandið hafi skert sjálfstæði Kóreu. Segja má að Kórea hafi notið vernda...