Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 108 svör fundust
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?
Gunnhildur Óskarsdóttir var dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun. Bók byggð á doktorsritgerð hennar The Brain Controls Everything var gefin út af Informati...
Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?
Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...
Eru skíðishvalir ófélagslyndir?
Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...
Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?
Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...
Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?
Elsta fótboltalið í heimi er hið enska Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857 í Sheffieldborg. Sheffield FC hafði mikil áhrif á þróun knattspyrnunnar og meðal nýjunga sem félagar þess tóku upp og reyndust farsælar, má nefna hornspyrnur, aukaspyrnur og þverslár – áður hafði aðeins verið strengt reipi, e...
Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?
Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blönd...
Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?
Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...
Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?
Arnfríður Guðmundsdóttir er prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði. Þá hef...
Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað?
Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Frá haustinu 2015 hefur hann verið í 20% starfshlutfalli við háskólann því hann fékk skipun til fimm ára sem skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar fyrst...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?
Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum h...
Hver fann upp á kryptoni?
Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið ...
Er gott eða slæmt að vera forvitinn?
Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...
Hvaðan er íshokkí upprunnið?
Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...
Hvaða rannsóknir hefur Svanborg Rannveig Jónsdóttir stundað?
Svanborg Rannveig Jónsdóttir er dósent við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúist um skapandi skólastarf, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, breytingastarf, námskrárfræði, leiðsögn meistaranema og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun. Doktorsritg...
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...