Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?

Upprunalega spurningin var: Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun? Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk m...

category-iconHagfræði

Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Nú þegar kóvit-19 gengur yfir heimsbyggðina með miklum áhrifum á viðskipti og fjárhag allra ríkja, þá tekst íslensku krónunni að falla meira í verði en gjaldmiðlar í nágrannalöndum okkar. Er til einföld skýring á því hvers vegna íslenska krónan fellur meira hér en í löndum sem eru a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við að klukkan sé fjögur en ekki klukkan er fjórar?

Þegar við tilgreinum tímasetningu notum við töluorð í hvorugkyni – segjum klukkan er eitt / tvö / þrjú / fjögur. Við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum yfirleitt ekki eftir því að þetta sé neitt skrítið en það veldur oft heilabrotum hjá þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Lýsingarorð og beygjanleg töl...

category-iconMannfræði

Hvað getið þið sagt mér um kínverskt samfélag?

Hér skal „kínverskt samfélag“ skilið sem samfélag Kínverska alþýðulýðveldisins. Talin verða upp fimm almenn atriði sem einkum gera þetta samfélag frábrugðið þeim vestrænu: 1. menningarhefðin á sér ólíkar rætur; 2. kínversk matarmenning hefur ómetanleg áhrif á daglegt líf og ásýnd samfélagsins; 3. fólksfjöldi er m...

category-iconStjórnmálafræði

Hver hefur mesta valdið í lýðræði?

Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita ...

category-iconSálfræði

Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?

Hvað er ofvirkni? Við fyrstu kynni af ofvirku barni er ekki víst að fólk taki eftir að eitthvað ami að. Barnið lítur eðlilega út og hagar sér jafnvel eins og önnur börn. Oft getur það tekið ókunnugt fólk töluverðan tíma að átta sig á því að barnið býr við mikla erfiðleika. Sum ofvirk börn eiga til dæmis erfitt ...

category-iconNæringarfræði

Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?

Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu ...

category-iconNæringarfræði

Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?

Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?

Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefndist Fyrsta málfræðiritgerðin, var eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Hann setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar spegill sem speglar á annarri hliðinni en er gegnsær hinum megin séð?

Spyrjandi vísar í upphaflegri spurningu í yfirheyrsluherbergi í bíómyndum. Spegillinn sem lýst er í spurningunni er aðeins til í skáldsögum og kvikmyndum. Hins vegar má ná fram svipuðum skynhrifum með því að nota flöt sem speglar ljósgeislum að hluta en hleypir hinu í gegn, og hafa rökkvað öðru megin flatar en ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvers vegna eru ekki fleiri vatnsföll nýtt í eigin farvegi frekar en með uppistöðulónum?

Ef náttúrulegt vatnsrennsli í ám stæðist á við raforkuþörf markaðarins væri engin ástæða til annars en að virkja ár í farvegi sínum án miðlunarlóna. Þessu er hins vegar ekki að heilsa. Hagkvæmast er að mæta misgenginu með því að hámarksafkastageta orkuvera nái nokkurn veginn hámarksþörf markaðarins en uppistöðulón...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?

Páskaliturinn er nú reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit. Að baki spurningunni liggur málvenja síðari ára sem lætur páskana byrja ekki síðar en þegar skólar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu ...

category-iconHugvísindi

Hverjir aðrir en Bandaríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins?

Bandaríkjaforseti var sá eini, sem hafði úrslitavald um beitingu kjarnorkuvopna, en það var í verkahring framkvæmdastjórnar Kjarnorkustofnunar Bandaríkjanna, Atomic Energy Comission, að hafa vald yfir slíkum vopnum og eftirlit með framleiðslu þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöld sá Harry S. Truman (1884-1972), Ba...

category-iconHugvísindi

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?

Spurningin vísar trúlega í flugáætlanir flugfélaga en þar er algengt að gert sé ráð fyrir lengri flugtíma aðra leiðina en hina. Það stafar af því að vindi á flugleiðinni er misskipt þannig að hann er oftar í aðra áttina. Hér á Norður-Atlantshafinu eru suðvestlægir vindar ríkjandi, ekki síst í háloftunum þar sem þe...

Fleiri niðurstöður