Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2133 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?

Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á íslensku notum við orðið vélmenni um róbota í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja hendur, fætur og aðra líkamsparta sem eiga að hreyfast. Hins vegar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver farið til Plútó?

Það hefur enginn maður heimsótt Plútó, hins vegar hefur ómannað geimfar flogið þar hjá. Árið 2006 var skotið á loft ómönnuðu geimfari sem nefnist New Horizons. Geimfarið flaug fram hjá Plútó þann 14. júlí 2015 og var það í fyrsta sinn sem reikistjarnan er skoðuð í návígi. Nánast öll könnun geimsins fer fram ...

category-iconLæknisfræði

Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.

Bakterían sem veldur svartadauða heitir Yersinia pestis. Hún nefndist áður Pasteurella pestis en fékk Yersinia-heitið árið 1967, eftir svissnesk-franska lækninum Alexandre Yersin (1863-1943) sem var einn þeirra sem uppgötvaði bakteríuna. Yersinia pestis lifir góðu lífi í ýmsum spendýrategundum, meðal annars í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?

Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?

Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjö...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?

Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?

Öll efnasambönd sem innihalda kolefni (C), auk annarra frumefna, teljast til lífrænna efnasambanda (að undanskyldum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum). Auk kolefnis eru algengustu frumefnin í lífrænum sameindum vetni (H), súrefni (O), köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S). Lífr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er salmonella?

Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S...

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?

Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?

Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta apar?

Nú eru þekktar um 130 tegundir prímata og er fæða þeirra mjög fjölbreytt. Mismunandi tegundir éta ólíka fæðu og eins getur verið munur á fæðuvali innan sömu tegundar. Algengast er að fæða prímata komi úr plönturíkinu og eru nokkrar tegundir nær alfarið plöntuætur. Flestar tegundir éta þó einnig einhverja leyti ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?

Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframlei...

category-iconLífvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ hæ, hver er uppruni G-mjólkur, af hverju heitir hún G-mjólk og hvað gæti hún mögulega enst lengi? G-ið í heiti G-mjólkur stendur fyrir geymsluþol. Mjólk sem seld er í verslunum er gerilsneydd með hitameðhöndlun til að drepa örverur sem gætu valdið sýkingum í þeim er neyta h...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig fóru vísindamenn að því að tímasetja nákvæmlega hvenær víkingar voru í Ameríku?

Um ferðir norrænna manna til austurstrandar Ameríku eru til heimildir skrifaðar á 13. öld – Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga – en höfundar þeirra töldu að leiðangrarnir sem sagt er frá hefðu verið skipulagðir af fyrstu kynslóð landnema á Grænlandi, það er á áratugunum eftir 980 eða svo. Fornleifafræðileg ...

Fleiri niðurstöður