Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 680 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?

Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er og hvaða merkingu það hefur að hafa erfðaefni frá neanderdalsmönnum í sér? Homo sapiens er komin af stórri fjölskyldu manntegunda sem skildust frá sameiginlegum forföður okkar og simpansa fyrir fjórum til fimm milljón...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er krabbamein í lungum meðhöndlað?

Meðferð lungnakrabbameins ræðst aðallega af stærð og staðsetningu krabbameinsins og hvort meinið hefur dreift sér til eitla eða annarra líffæra (sjá svar við spurningunni Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?). Einnig getur líkamlegt ásigkomulag sjúklings skipt máli...

category-iconLæknisfræði

Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...

category-iconLæknisfræði

Myndaðist hjarðónæmi gegn spænsku veikinni á Íslandi árið 1918?

Sögulegar heimildir greina frá því að í fyrstu bylgju spænsku veikinnar sem kom til Reykjavíkur í júlí 1918 og stóð yfir fram í september, hafi þeir sem þá veiktust verið varðir í annarri bylgju sem barst hingað í október sama ár. Þetta kemur einna best fram í lýsingu Þórðar Thoroddsen læknis sem starfaði í Reykja...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif getur landslag haft á myndun tegunda?

Hugtakið tegund (e. species) er mikið notað í daglegu tali. Í líffræði er tegund grunneining þess sem kallað er flokkunarfræði, en hún fjallar um skyldleika lífvera og skipan þeirra í ættartré. Það er erfitt að skilgreina tegund og hafa margar ólíkar skilgreiningar verið settar fram, hver með sína styrkleika og ve...

category-iconHeimspeki

Er fáfræði sæla?

Spurningar eins og þessi bera í sér skemmtilega þversögn. Ef spyrjandi er að leita eftir svari þá virðist viðkomandi ekki telja að fáfræði sé sæla. Og ef svarið er jákvætt ætti sá sem svarið ritar varla að hafa það lengra. Útskýringar og rökstuðningur eru andstæðan við hvers konar fáfræði. Í raun og veru er freist...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýr er með minnstu augun?

Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?

Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...

category-iconFélagsvísindi

Hvað liggur á bak við deilur Íraks og Írans? Hvert er ástandið nú og hverjar eru horfurnar?

Íranar og Írakar hafa marga hildina háð í gegnum tíðina enda tæpast við öðru að búast af tveimur stórþjóðum sem báðar státa af glæstri sögu og búa nánast í túngarðinum hvor hjá annarri. Í Íran búa tæpar sjötíu milljónir manna en Írak er talsvert fámennara, með um 27 milljónir íbúa. Allur þorri Írana er sjíta-músli...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?

Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?

Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var klaustur í Bæ í Borgarfirði?

Upprunalega spurningin var:Af hverju er yfirleitt talað um Þingeyrarklaustur sem fyrsta klaustur á Íslandi en ekki hið skammlífa Bæjarklaustur í Bæ í Borgarfirði? Mat manna á hvort klaustur hafi nokkurn tímann verið í Bæ er mikið á reiki. Í skýringum með landnámuútgáfu sinni ritaði Jakob Benediktsson (1968, bls...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert var upplag prentaðra bóka á Íslandi fyrr á öldum?

Prentlistin skipti sköpum um dreifingu ritmáls, því nú mátti fjölfalda texta í hundruðum og þúsundum eintaka. Það hafði áður tekið vikur eða mánuði að afrita eitt einasta handrit. Fyrstu bækurnar voru prentaðar í Þýskalandi um og eftir miðja 15. öld. Á næstu áratugum voru stofnaðar prentsmiðjur um alla Evrópu, þar...

Fleiri niðurstöður