Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8598 svör fundust
Af hverju er nafnorðið bull notað um þvælu eða vitleysu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins „bull“ í merkingunni þvæla eða vitleysa? Nafnorðið bull ‘suða, suðuhljóð; þvættingur’ er leitt af sögninni bulla ‘sjóða, vella; þvaðra, rugla’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist nafnorðið í málinu að minnsta kosti frá 17. öld. ...
Hver er ekki lamb að leika sér við?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er merkingin í orðasambandinu að maðurinn er ekki lamb að leika sér við? Orðasambandið að vera ekki lamb að leika sér við er notað um þann sem er erfiður viðureignar. Lömbin eru yfirleitt til í leik en sýni einhver maður erfiðleika í samvinnu líkist hann ekki ljúf...
Hvernig finn ég stofn sagnorða?
Stofn sagna er einfaldast að finna í stýfðum boðhætti, það er boðhætti án persónuendinga. Hann er eins og nafnháttur að frádregnu -a eða -ja. Sem dæmi má nefna far af fara, tak af taka, tel af telja, vel af velja. Í veikum sögnum, sem beygjast eftir fjórða flokki, eins og baka–bakaði, kalla–kallaði, skrifa–skr...
Breytist svefnþörf með aldri fólks?
Eldri kona bað um svör við því hvort það væri eðlilegt að aldrinum fylgdi minnkandi svefnþörf: „Ég hef fundið fyrir því hjá sjálfri mér að ég sef minna nú en áður og ég man að fóstri minn vaknaði alltaf klukkan fimm á morgnana þegar hann var farinn að eldast, og hann hélt því fram að þetta væri eðlilegt. Vinkona m...
Hvað er persónuleikaröskun?
Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....
Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?
Fyrir nokkru var spurt hér á Vísindavefnum Af hverju eru menn með jafnheitt blóð? Í svarinu við þeirri spurningu var gerður greinarmunur á tvenns konar spurningum: Annarsvegar "hvernig" og hinsvegar "af hverju" eða "til hvers" spurningum. Hér er spurt samkvæmt seinni gerð spurninga, af hverju menn eru svartir (þe...
Út á hvað gengur 1. maí?
Á vefsetri ASÍ (Alþýðusambands Íslands) er sagt frá því að á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og ...
Af hverju stafar vefjagigt og hvað eru margir með sjúkdóminn?
Vefjagigt er erfitt fyrirbæri sem dálítið skiptar skoðanir eru um. Vefjagigt (fibromyalgia) tengist síþreytu (chronic fatigue syndrome), sum einkennin eru þau sömu og erfitt getur verið að greina á milli þessara sjúkdóma. Sumir telja þessa sjúkdóma stafa af einhverju sjúkdómsferli í bandvef og vöðvum en aðrir telj...
Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega að þetta gerist ekki. Hvorki vatn (H2O) né vetnisperoxíð (H2O2) innihalda kolefni (C) og því getur sykur ekki myndast með nokkru móti. Hér verður hins vegar svarað spurningunni "Hvers vegna mælist sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur út í glas...
Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?
Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er a...
Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?
Kattbelgir og kattarskinn eru nefnd í verðlagsskrá sem hefur verið samþykkt á Alþingi á miðöldum, líklega á 12. öld, og er varðveitt í öðru aðalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók. Þar er talið upp: „Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum þrír fyrir eyri.“ Með eyri er þarna átt við...
Það er hægt að breyta rafmagni í örbylgjur en er hægt að snúa ferlinu við og breyta örbylgjum í rafmagn?
Það má breyta örbylgjum í rafstraum með afriðandi loftneti (e. rectenna, rectifier antenna). Afriðandi loftnet breytir örbylgjum beint í jafnstraum. Einfalt afriðandi loftnet er byggt með því að leggja Schottky-tvist (e. Schottky diode) á milli póla loftnets. Schottky-tvistur hefur þann eiginleika að leiða vel raf...
Hvað er módernismi?
Módernismi vísar til nútímans og þess sem er nútímalegt og gæti útlagst á íslensku sem "nútímahyggja". Hefð hefur þó skapast fyrir notkun hins alþjóðlega heitis. Með módernisma er oft átt við stefnu eða tímabil í listum sem nær frá seinni hluta nítjándu aldar til miðbiks eða seinnihluta þeirrar tuttugustu. Móderni...
Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?
Til að fá sem flest næringarefni og sem hagstæðasta orku fyrir líkamann þarf mataræðið fyrst og fremst að vera fjölbreytt. Orkuefni líkamans eru fita, kolvetni og prótín og er orkan mæld í einingunum kJ (kílójúl) eða kcal (kílókaloríur eða hitaeiningar). Orkuþörf einstaklinga er háð aldri, kyni, stærð og þeirr...
Hvers vegna verður vatn hvítt þegar það fellur niður, eins og í fossum?
Endurkasti ljóss frá flötum er skipt í tvo flokka: speglun og ljósdreifingu. Við speglun (e. spatial reflection) ræðst stefna endurvarpaðs ljósgeisla af stefnu upprunageisla miðað við endurvarpsflötinn. Til að flötur geti framkallað spegilmynd af ljósgjafanum þarf endurkastið að vera af þessu tagi. Endurkast...