Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust
Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?
Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...
Hvernig er best að skilgreina hið vonda?
Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...
Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?
Ég geri ráð fyrir að þú sért að velta fyrir þér hvaða einstök spurning af öllum þeim, sem menn hafa raunverulega glímt við, sé erfiðust (hvað sem það nú þýðir!). En það má líka hugleiða almennt og heimspekilega, hvaða spurning er eða gæti verið erfiðust. Fyrst skulum við snúa okkur að því, hvaða spurningar hafa...
Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?
Til að svara þessari spurningu verðum við fyrst að spyrja tveggja annarra spurninga: „Hvaða þýðingu hefur það að skipta um harðan disk í tölvu?” og „Hvaða þýðingu gæti það haft að skipta um heila í manni?” Byrjum á tölvunni. Setjum sem svo að ég kaupi mér nýja tölvu og að harði diskurinn í henni eyðileggist. Vi...
Hver er siðferðilegur grundvöllur fyrir aftöku sakamanna?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er siðferðislegur grundvöllur fyrir aftöku sakamanna í ríkjum þar sem það er heimilt? Hvert er ferli þess háttar dóma í Bandaríkjunum? Hvað þarf til að slíkum dómi verði fullnægt?Ein helstu rökin fyrir refsingum eru þau að sakamaðurinn eigi refsinguna skilið. Sú kenning se...
Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur?
Upphaflega var spurt um tvennt: Hver eru mörk græðginnar, hvenær hefur maður nóg? Vitað er að fólk sveltur í kringum okkur, er þá rangt að eiga peninga? Hér er einungis svarað seinni spurningunni. Fyrst skulum við huga að því hvað það þýði að segja um athöfn að hún sé röng, eða aðgerðarleysi að það sé ran...
Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?
Þessari spurningu hefur Pálmi V. Jónsson þegar svarað á nokkuð ítarlegan hátt í svörum sínum við spurningunum Af hverju eldumst við? Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki? Þegar menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að stöðva öldrun þá er vitaskuld ekki átt við það hvort eitthvað megi gera svo ...
Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?
Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...
Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki?
Margfaldur persónuleiki hefur löngum verið álitinn afar sjaldgæfur og talið var að einn af hverjum hundrað þúsund einstaklingum hefði hann. Margfaldur persónuleiki hefur greinst mun oftar hjá konum en körlum. Geðlæknar og sálfræðingar hafa þó á síðustu árum sýnt fram á að margfaldur persónuleiki er í rauninni mun ...
Hvað er ETA?
ETA (Aðskilnaðarhreyfing Baska) eru hryðjuverkasamtök sem berjast fyrir aðskilnaði frá Spáni og beita til þess öllum brögðum. ETA er skammstöfun á nafninu á hreyfingunni en hún heitir Euzkadi Ta Azkatasuna á basnesku sem mætti þýða yfir á íslensku sem Baskaland og frelsi. ETA á rætur sínar að rekja til Þjóðe...
Af hverju er Satúrnus með hringi?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...
Af hverju eru ljóskur taldar heimskar?
Goðsagan um heimsku ljóskuna er ótrúlega lífseig þótt margsannað sé að engin tengsl eru á milli háralitar og greindarfars. Samkvæmt mýtunni er ljóskan gjarnan með flöskulitað hár. Hún er bæði sæt og kynþokkafull, en jafnframt einföld, barnaleg og ósjálfstæð. Afar fátt kemst að í kolli ljóskunnar, nema helst vangav...
Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?
Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti. Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merk...
Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?
Lesa má um iglur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Hér verður því einvörðungu sagt frá vampíruleðurblökum.Leðurblökur (Chiroptera) hafa þróað með sér afar mismunandi leiðir við fæðuöflun. Fjölmargar tegundir éta ávexti og fræ og gegna mikilvægu hlut...
Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?
Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...