Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?

Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru Kanaríeyjar í Afríku?

Samkvæmt hefð er heiminum skipt upp í nokkrar heimsálfur. Um þá skiptingu er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Þótt ekki séu allir sammála um það nákvæmlega hvar draga beri mörk á milli heimsálfa þá er í flestum tilfellum einfalt að segja til hvaða heimsálfu lönd t...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna koma eldgos?

Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þannig kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni upp á yfirborðið en í svari Ármanns Hösk...

category-iconSálfræði

Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum?

Mannsheilinn er alsettur krumpum og slíkar heilakrumpur kallast fellingar eða gárar (ft. gyri, et. gyrus). Eins og nafnið bendir til er cingulate gyrus felling eða gári og liggur eins og gjörð utan um hvelatengslin (corpus callosum), taugabrautina sem tengir saman vinstra og hægra heilahvel. Á íslensku kallast cin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Enn um orð sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hver/hvað er þessi „þaula“ sem menn spyrja stundum í? Hér er ekki einu sinni ljóst hvaða kyn þetta orð er, hvað þá fallbeyging,....ef þetta er á annað borð nafnorð yfirhöfuð! Karlkynsorðið þauli merkir ‘eitthvað síendurtekið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?

Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í Harðar sögu og Hólmverja, 17. kafla, er sagt frá bardaga milli fóstbræðranna Harðar, Geirs og Helga og Björns blásíðu: "...og höggur Björn til Harðar með tvíeggjuðum mæki." Hvers konar vopn var mækir? Í stuttu máli er tvíeggjaður mækir hið hefðbundna víkingasverð. Eins og á v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins grautur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“? Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, ko...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að ríða á vaðið?

Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um. Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera e...

category-iconHagfræði

Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna?

Stutta svarið er nei! Það er hins vegar gaman að velta þessu fyrir sér. Samkvæmt nýjasta mati Alþjóðabankans er kínverska hagkerfið enn nokkuð smærra en það bandaríska miðað við algengasta mælikvarðann sem notaður er, það er verg landsframleiðsla á markaðsvirði. Bankinn telur að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið? Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrga...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru nútímahraun?

Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt?

Blóð manna, eins og annarra spendýra er jafnheitt (e. endothermic). Það þýðir að litlar sveiflur verða á líkamshita okkar og honum er haldið sem næst 37°C. Hjá dýrum sem hafa misheitt blóð (e. exothermic) eru hitasveiflur hins vegar miklar. Þar getur líkamshitinn farið upp í 40°C og niður í aðeins fáeinar gráður. ...

category-iconHagfræði

Hve mikið segja tölur um útflutningsverðmæti um þann ábata sem verður af starfsemi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hve mikið segja tölur um „útflutningsverðmæti“ um þann ábata sem verður af starfsemi - einar og sér? Útflutningsverðmæti er ágætlega gagnsætt orð og lýsir vel því sem það fjallar um, það er verðmæti útfluttrar vöru eða þjónustu, mælt í krónum eða öðrum gjaldmiðli. Þótt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr heyrir best?

Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar tegundir af leðurblökum þurfi á gríðarlega næmri heyrn að halda við bergmálsmiðun sem þær beita til að staðsetja hluti kringum sig, næstum því í stað sjónar. Tegundir af ættum vampíra (Desmodontidea) og ávaxtablakna (Pteropodidae) geta greint hljóð með tíðni upp í 120-210 kHz. Þa...

Fleiri niðurstöður