Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7667 svör fundust
Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?
Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu. Hreinn koltvísýringur Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútun...
Hvers vegna verðum við svöng?
Svengd er tilfinning sem við finnum þegar okkur vantar fæðu. Hún stjórnast af svengdarstöð í undirstúku heilans. Tilraunir hafa sýnt að ef svengdarstöð dýrs er áreitt, til dæmis með rafertingu, étur það með góðri lyst, jafnvel þótt það sé nýbúið að innbyrða fæðu. Einnig er í undirstúkunni svonefnd seddustöð eða...
Af hverju er hringnum skipt í 360 gráður?
Babýloníumenn, sem bjuggu í fyrndinni þar sem nú er Írak en áður hét Mesópótamía, notuðu töluna 60 sem grunnmælieiningu. Talan 60 var einnig grunntala í talnaritunarkerfi þeirra. Þess sér stað í tímamælingum enn í dag þar sem klukkustundinni er skipt í 60 mínútur og mínútunni í 60 sekúndur. En hvers vegna var ...
Af hverju skilja sár eftir sig ör?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju koma ör á húðina, af hverju nær hún ekki að endurnýja sig og af hverju er sagt að ör komi ef maður kroppar í sár? Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar sár í húð og öðrum vefjum líkamans gróa. Allir áverkar eftir slys, sjúkdóma...
Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það satt að þegar maður fitnar þá myndi líkaminn nýjar fitufrumur sem eyðast aldrei og því sé auðveldara að fitna aftur? Heildarmagn fitu í líkamanum, það er hversu feitur einstaklingur er, fer eftir tvennu - annars vegar fjölda fitufrumna og hins vegar stærð þeirra eða hve...
Hvað eru klínískar rannsóknir?
Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...
Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?
Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...
Hvernig fundu Egyptar stærðfræðiformúlur sínar, til dæmis formúluna fyrir rúmmáli píramída sem skorið er ofan af?
Oft er spurt hvenær og hvernig stærðfræðiformúlur hafi orðið til. Um sumar formúlur er vitað með vissu en saga annarra er hulin í blámóðu fortíðarinnar. Einstaka sinnum bregður þó birtu á fornar athuganir. Vitað er um háþróaða menningu meðal Egypta í Nílardalnum allt að þremur árþúsundum fyrir Krists burð. Með...
Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?
Hér snýr málið nokkuð ólíkt við eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Skoðum þrjú dæmi:A stelur sjónvarpi frá B en B stelur sjónvarpinu sjálfur til baka. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu svo frá A. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu aftur frá A til að skila B. Málið flækist nokkuð ef...
Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?
Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar. Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Anna...
Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?
Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...
Getur þú sagt mér allt um stjörnuþokur?
Með stjörnuþoku, eða vetrarbraut, er átt við þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa lofttegunda, aðallega vetnis og helíns (en þau frumefni mynda 98% af masssa alheimsins). Þær mynduðust nær allar við þéttingu efnis við upphaf alheimsins. Stjörnuþokur eru gífurlega stórar. Til marks um það má nefna að áætlað er að í...
Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?
Já, það er hægt, en stundum sést öðru haldið fram. Má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“....
Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?
Sú hugmynd er útbreidd að hnignun Rómaveldis til forna hafi meðal annars stafað af því að Rómverjar notuðu blýrör (lat. plumbum) í vatnslögnum. Þannig hafi háþróað vatnsveitukerfi gert Rómverja sljórri, ekki síst yfirstéttarfólk sem hafði betri aðgang að vatni en lágstéttirnar. Fátt bendir til þess að slíkar hugmy...
Hvernig er stéttakerfi Hindúa?
Erfðastéttir hindúa eru innvenslaðir hópar, sem raðað er í tignarröð og tengdust áður tilteknum störfum og gera það að nokkru leyti enn. Aðalskiptingin var í fjórar stéttir sem raðað var eftir tign og virðingu. Þær voru Brahmina, Ksatrya, Vasaya og Sudra. Fimmta hópinn mynduðu svo hinir ósnertanlegu, oft kallaðir ...