Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7834 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið afleggjari og hvað merkir það?

Orðið afleggjari er notað um græðling sem skorinn eða klipptur er af plöntu, settur í vatn eða beint í mold og látinn skjóta rótum. Orðið er líka haft um veg eða vegarspotta út frá aðalbraut. Það er fengið að láni úr dönsku, aflægger, á fyrri hluta 20. aldar. Reynt var að amast við orðinu, til dæmis eftirfarandi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til orð um samband afa eða ömmu við barnabörn sín?

Spurningin í heild sinni hljóði svona: Hvar heitir samband afa og afabarns? (Á sama máta og feðgar eða mæðgur) Ekkert sambærilegt orð og feðgar, feðgin eða mæðgur, mæðgin er til um samband afa og afabarns eða ömmu og ömmubarns. Afinn og amman geta talað um barnabarn sitt og sagt: „þessi drengur/þessi stúlka er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur?

Flugvélum má skipta í 3 flokka eftir hæðarstaðsetningu vængja þeirra: Miðþekja: vængur er staðsettur á miðju skrokks. Lágþekja: vængur er staðsettur við botn skrokks. Háþekja: vængur er staðsettur við topp skrokks. Miðþekja býður upp á minnstu loftmótstöðuna en er ekki hagkvæm í farþega- og flutninga...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er „fé í húfi“?

Enska hugtakið Value at Risk, skammstafað VAR, hefur verið þýtt á íslensku sem fé í húfi eða áhættuvirði. Hér verður notuð þýðingin fé í húfi. Með fé í húfi er átt við hve mikið er talið að virði tiltekins eignasafns geti rýrnað á tilteknu tímabili undir eðlilegum kringumstæðum, það er þannig að tiltölulega lit...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?

Svarið við þessari spurningu er ekki auðfundið því að í fyrsta lagi greinir menn á hvort sumar tegundir séu útdauðar eða ekki. Í öðru lagi eru stofnstærðir margra sjaldgæfra tegunda sem lifa í regnskógum og á öðrum torfærum svæðum afar illa þekktar. Þó er vitað um nokkrar tegundir sem hafa stofnstærð sem telur vel...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur maður drukkið svo mikið vatn að það verði óhollt eða skaðlegt líkamanum?

Um 60% af líkamsþyngd heilbrigðra einstaklinga er vatn. Þetta hlutfall er heldur lægra hjá konum en körlum og getur verið enn lægra hjá þeim sem eru feitir eða aldraðir. Um tveir þriðju af líkamsvatninu er inni í frumum líkamans (frumuvatn) en þriðjungur utan frumna (millifrumuvökvi). Meðalmaður hefur því rúmlega ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er geispi smitandi?

Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?

Spurningin í heild hljóðaði svo:Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní...

category-iconVísindavefur

Hafið þið svör við öllum spurningum?

Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...

category-iconFöstudagssvar

Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?

Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Langanesveiki?

Langanesveiki er arfgeng sjónu- og æðuvisnun (e. Sveinsson’s chorioretinal atrophy) sem fyrst var lýst af Kristjáni Sveinssyni augnlækni árið 1939. Hún hefur mjög skýrt og ríkjandi erfðamynstur og einstaklingar sem erfa stökkbreyttan erfðavísi frá öðru foreldri fá sjúkdóminn en aðrir ekki. Langanesveiki lýsir ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...

category-iconVísindi almennt

Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?

Þýði er samansafn eða mengi allra einstaklinga eða staka með tiltekna eiginleika. Í rannsóknum er þetta sá hópur sem ætlunin er að draga einhverja ályktun um. Í rannsókn á menntamálum á Íslandi gæti því þýðið til dæmis verið „öll íslensk grunnskólabörn“. Sömuleiðis gæti þýðið í vistfræðirannsókn verið „allt mólend...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?

Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:Uppruna sólkerfis okkar má rekja ti...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvenær á fósturgöngunni myndast nýrun?

Nýrun byrja að þroskast nokkuð snemma á fósturskeiði og þroskast hratt. Þroskun þeirra er líklega eitt besta dæmið um þróunarsögu mannsins á leið til nútímagerðar hans. Nýru koma fyrst fram sem fornýru (e. pronephros) þegar fóstrið hefur þroskast í um þrjár vikur. Svipað fyrirbæri finnst í frumstæðum hryggdýru...

Fleiri niðurstöður