Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3741 svör fundust
Hvers vegna verðum við gráhærð?
Háralitur ræðst af litarefninu melaníni sem er myndað af sérstökum litfrumum (e. melanocytes) sem meðal annars er að finna í hársekkjum. Þegar við eldumst hætta litfrumurnar að mynda melanín og hárin verða þá gegnsæ. Á meðan örlítið af litarefni er enn í hárunum virðist hárið vera grátt en án litarefnis verður ...
Er „Eimskipafélag Íslands, óskabarn þjóðarinnar“ málsháttur?
Orðið málsháttur er þannig skýrt: ‛orðskviður, spakmæli’. Oft er um fleyg orð að ræða sem lögð eru í munn einhverjum, sem ekki er endilega þekktur lengur, eða fengin eru úr einhverri sögu. Oftast er um heilar setningar að ræða. Dæmi um málshátt er „Oft eru flögð undir fögru skinni“, sem sóttur er til Eyrbygg...
Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?
Þetta er góð spurning og viðbrögð við henni meðal heimspekinga eru sjálfsagt ólík. En samkvæmt minni afstöðu til heimspeki er svarið tvímælalaust: Nei, heimspeki gengur ekki út á að flækja hlutina. Heimspekin spyr eins og barn. Hún gerir ekki ráð fyrir að nokkuð sé fyrirfram vitað. Heimspekileg spurning kann að...
Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar?
Sveppaflóra Íslands er fjölbreytileg og eru margar tegundir sem finnast hér á landi. Af því sem lesa má úr almennu fræðsluefni um sveppi má draga þá ályktun að meginreglan sé að sveppi sem finnast villtir úti í náttúrunni skuli láta vera. Margar af þeim sveppategundum sem finnast hér landi eru lífshættulegar og ge...
"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?
Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi...
Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða getur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?Kvíði er samansettur úr margs konar líffræðilegum viðbrögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð. Kvíði er...
Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?
Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...
Hvernig finnur maður draumaprinsessuna sína?
Við á Vísindavefnum höfum ekki átt í teljandi vandræðum að svara spurningum á borð viðHefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?Hvað merkir jafnan E = mc2?Við höfum ekki heldur látið vefjast fyrir okkur að svara spurningum sem eru kannski ekki jafnvísindalegar en engu að síður krefjandi:Halda mýs að l...
Verður Leoníta-loftsteinaregnið sýnilegt frá Íslandi, 18. nóvember?
Svarið er tvímælalaust já, ef veður leyfir. Skömmu eftir miðnætti dagana 17. til 19. nóvember, þegar stjörnumerkið Ljónið er fyrir ofan sjóndeildarhringinn hér á landi, mun Leoníta-loftsteinaregnið, eða loftsteinadrífan, gera vart við sig. Talið er að regnið nái hámarki hjá okkur aðfaranótt 19. nóvember, milli klu...
Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra. Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sí...
Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?
Spurningin hljóðar í heild sinni svo: Getið þið sagt mér allt um kóalabirni, svo sem æxlun, mökun og allt þar á milli? Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru áströlsk pokadýr og fyrirfinnast villtir á takmörkuðum skógarsvæðum við austurströnd Ástralíu. Flestir eru þeir í Queensland-ríki eða um 50 þúsund, en ...
Hvernig er hægt að veiða eitthvað með þráðlausu neti?
Þrátt fyrir rækilega leit og víðfeðmar fyrirspurnir tókst okkur því miður ekki að finna opinberar upplýsingar um veiðar með þráðlausu neti. Við gerum þó ráð fyrir að kvótakerfi gildi um slíkar veiðar eins og allar alvöru veiðar nú á dögum. Einnig höldum við að möskvastærð í þráðlausu neti sé í grófari kantinu...
Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini. Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í bl...
Hvenær varð hvíti maðurinn til?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvenær kom fram hvítur kynstofn tegundarinnar Homo sapiens og hvernig vildi það til?Einfalt og stutt svar við þessari spurningu er að erfðafræðilegur munur á hópum innan tegundarinnar Homo sapiens er óverulegur og því er enginn líffræðilegur grundvöllur fyrir skiptingu tegundar...
Eru búri og búrfiskur það sama?
Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale). Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búr...