Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í ágúst 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör ágústmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma? Gáta: Hvernig komst traktorinn á eyjuna? Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus? Hvernig var Curiosity lent á Mars? Hver er ...

category-iconFöstudagssvar

Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?

Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...

category-iconSálfræði

Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?

Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri. Búast má við því að flest börn sýn...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt okkur um baðhús og baðmenningu í Rómaveldi?

Almenningsböð voru mikilvægur þáttur í menningu Rómverja. Þau eru talin eiga uppruna sinn á 2. öld f.Kr. Flestir höfðu ekki aðgang að baði í heimahúsum og urðu því að fara í baðhús (balnea) til þess að baða sig. Einungis þeir allra ríkustu höfðu efni á að hafa laugar inni á eigin heimili. Baðhúsin urðu æ glæsilegr...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir skírdagur?

Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Í Sögu daganna eftir Árna Björ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?

Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru vísindi?

Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...

category-iconJarðvísindi

Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað var ísaldarjökullinn þykkur yfir Reykjavíkursvæðinu á síðasta jökulskeiði? Ísöld hófst fyrir 2,6 milljónum ára. Á því tímabili skiptust á jökulskeið þegar jökulís huldi landið og hlýskeið líkt og í dag þegar jöklar hylja einungis hálendasta hluta landsins. Síð...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndaðist Ha Long Bay, eitt af sjö undrum veraldar? (jarðfræðileg skýring) Á Ha Long Bay-svæðinu í norðaustur Víetnam eru um 1600 eyjar sem flestar eru óbyggðar og ósnortnar. Svæðið þykir sérstakt bæði vegna landslags og líffræðilegs fjölbreytileika og er á heimsminj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?

COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019. Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru rit...

category-iconTrúarbrögð

Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvar...

category-iconLögfræði

Hefur lögregla heimild til þess að leita í bifreið?

Leit er þvingunarráðstöfun og er því ekki beitt af léttúð. Í 1. mgr. 74. gr laga um meðferð sakamála er bifreið tiltekin sem einn af þeim stöðum sem heimilt er að leita í við rannsókn sakamála. Í 75. gr. kemur fram að til þess að leitað verði í bifreiðum þurfi úrskurð dómara. Þar að auki fellur bifreið undir 71. g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Upp við hvaða dogg rísa menn?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)? Orðið doggur þekkist í málinu...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig starfar þing eftir þingrof?

Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Eftir að þing hefur verið rofið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin lengi að koma upp?

Svarið við þessari spurningu fer eftir staðsetningu athuganda og árstíma. Í almanaki Háskóla Íslands reiknast ris og setur eftir því hvenær efri rönd sólar ber við láréttan sjóndeildarhring (það er hafsbrún, ef athugandi er við sjávarmál). Með öðrum orðum telst sólaruppkoma þegar fyrst örlar fyrir sólinni, og sóla...

Fleiri niðurstöður