Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7902 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um PCB?
PCB er skammstöfun fyrir polychlorinated biphenyl. Um er að ræða efnaflokk um 209 efna sem eru lífræn hringsambönd tengd klór í mismunandi magni og á mismunandi vegu. Efnið var notað í stórum stíl í iðnaði til dæmis í spennaolíu, sem mýkingarefni í plast og í glussa ýmis konar. Efnið hefur síðan borist út í lífrík...
Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?
Þetta er sérstaklega góð spurning og svarið við henni er ein mesta uppgötvun vísindanna fyrr og síðar. Þegar sjónaukar urðu smám saman stærri og betri sáu menn vitaskuld lengra og lengra út í geiminn. Í upphafi 20. aldar var svo komið að menn deildu hart um hvort svonefndar þyrilþokur væru tiltölulega litlar o...
Hvað eru skattleysismörk?
Með skattleysismörkum er yfirleitt átt við hve miklar launatekjur má hafa án þess að að þurfa að greiða tekjuskatt og útsvar. Einfaldasta leiðin til að sjá hver skattleysismörkin eru er að deila með samanlögðu skatthlutfalli fyrir þessa skatta upp í svokallaðan persónuafslátt. Persónuafslátturinn er nú, árið 2008,...
Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?
Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...
Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?
Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...
Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni nei. Íslenska neftóbakið inniheldur ekki hrossaskít og á ekki að komast í tæri við hann á einn eða annan hátt. Uppistaðan í íslensku neftóbaki er hrátóbak (e. grinded tobacco), það er að segja möluð tóbakslauf. Hrátóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð (aðal...
Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?
Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...
Hvernig sannið þið að hlutfall ummáls hrings og þvermáls sé fasti óháður geisla hringsins?
Í flatarmyndafræði er sagt að tvær flatarmyndir séu einslaga ef sama hlutfallið er milli sérhverrar lengdar í annarri myndinni og tilsvarandi lengdar í hinni. Til dæmis eru fimmhyrningarnir tveir á myndinni að neðan einslaga, því ef reiknuð eru hlutföllin milli tilsvarandi lengda í þeim fæst: \[\frac42 = 2, \qu...
Hversu eitraður er kúlufiskur og borða Japanar hann virkilega?
Kúlufiskar (e. pufferfish eða blowfish) eru tegundir af nokkrum ættkvíslum fiska, svo sem Takifugu, Lagocephalus, Sphoeroides og Diodon. Fiskar þessir eru einnig þekktir undir japanska heitinu fugu og sama orð er notað í japanskri matargerð um rétti þar sem þeir koma við sögu. Kúlufiskar innihalda lífshættuleg...
Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...
Hvar get ég leitað að þjóðsögum um tiltekinn stað eða atburð?
Vísindavefurinn fær stundum fyrirspurnir um hvort til séu þjóðsögur eða sagnir sem tengjast tilteknum stað og hvort einhvers staðar sé hægt að leita að slíkum sögum. Einnig er stundum spurt um tiltekna sögu og hvort hægt sé að rifja hana upp. Dæmi um svona spurningar eru: Hvernig er þjóðsagan um Einbjörn Tvíbjörn...
Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?
Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...
Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?
Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...
Hvað er mænuskaði?
Mænuskaði er skilgreindur sem skaði á mænu eða mænutaugum. Hann leiðir oft til varanlegra breytinga í styrk, skynjun og annarri líkamsstarfsemi fyrir neðan svæðið sem varð fyrir skaðanum. Mænuskaði er oftast afleiðing af höggi eða áverka sem brýtur eða færir hryggjarliði úr stað. Í fæstum tilvikum rofnar mæna...
Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?
Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...