Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 778 svör fundust
Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hver eru merkustu rit Jóns lærða?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Mikilvægasta heimild um Jón lærða er ævikvæði hans, Fjölmóður, sem hann setti sa...
Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?
Í reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis (935/2004) segir meðal annars:Óheimilt er að flytja til landsins: a) Hvolpafullar tíkur. b) Kettlingafullar læður. c) Tíkur með hvolpa á spena. d) Læður með kettlinga á spena. e) Dýr sem hafa undirgengist aðgerðir fyrir innflutning og þarfnast eftirlits eða...
Hver var Ágústínus frá Hippó og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
Ágústínus kirkjufaðir fæddist í bænum Tagaste í Númídíu í Norður-Afríku, 13. nóvember 354. Fæðingarstaður hans heitir nú Souk Ahras og er í Alsír. Faðir hans hét Patrísíus. Hann var heiðinn en orðinn trúnemi og tók skírn síðar á ævinni. Móðir hans hét Móníka og var hún kristin og mikil trúkona og leitaðist við að ...
Hver var Walter Benjamin og hvert var framlag hans til hugvísindanna?
Walter Benjamin (1892-1940) var einn merkasti og sérstæðasti hugsuður á sviði hugvísinda á Vesturlöndum á 20. öld. Höfundarverk hans er margþætt og fjölbreytilegt og hann fékkst í skrifum sínum við jafn ólík viðfangsefni og borgarfræði, kvikmyndir, söguspeki, ljósmyndatækni, bókasöfn, frímerki og jurtir svo dæmi s...
Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?
Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...
Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?
Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...
Hvernig er best að meðhöndla exem?
Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems. Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og an...
Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?
Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...
Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?
Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...
Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?
Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...
Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Var Herðubreið eldfjall? Ef svo er, hvenær kulnaði hún og af hverju? Herðubreið hefur oft verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Hún skipar enda mikilvægan sess í huga margra Íslendinga og var raunar kosin „þjóðarfjall“ Íslendinga í óformlegri kosningu árið 2002, á ári fja...
Hvers lenskur var Tarzan og hvar gerast ævintýrin um hann?
John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirr...
Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Alan Turing er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði. Til marks um það má nefna að bandarísku tölvusamtökin ACM kenna hin árlegu verðlaun sín við hann. Turing-verðlaunin eru gjarnan nefnd Nóbelsverðlaun tölvunarfræðinganna. Turing fæddist í London 23. júní 1912. Hann lærði stærðfræ...
Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...
Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?
Messudagur Lúsíu er 13. desember. Sagt er að Lúsía hafi verið efnuð kristin jómfrú suður á Sikiley um þrjúhundruð árum eftir Krists burð. Af henni eru ýmsar helgisagnir en tvær eru þekktastar. Önnur greinir svo frá að maður nokkur vildi giftast henni til fjár. Hún vildi hins vegar að hann giftist sér af ást og gaf...