Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2565 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?

Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Hvar finn ég þessi lög? Um almannarétt að landinu gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013, en samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga ...

category-iconHeimspeki

Hvernig urðu siðareglur til?

Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...

category-iconHeimspeki

Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?

Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?

Hér er líklegast átt við örlaganornirnar þrjár, sem Grikkir nefndu moirai en gríska orðið moira þýðir hlutskipti. Á myndinni hér til hliðar sjást þær á refli frá 16. öld. Örlaganornirnar vissu og réðu hlutskiptum manna allt frá fæðingu. Þær hétu Klóþó, Lakkesis og Atropos. Klóþó er „sú sem spinnur“ en hún var tali...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?

Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í...

category-iconTrúarbrögð

Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?

Ulrika Andersson hefur fjallað um gríska guði hér á Vísindavefnum í svari sínu Hver eru kennitákn grísku goðanna? Þar kemur fram að í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Lesendum er bent á að kynna sér svar Ulriku í heild þar sem er að finna frekari fróðleik um einstaka guði o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig verður manni ekki um sel?

Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu gamlir geta froskar orðið?

Við þessari spurningu er ekki eitt algilt svar þar sem froskategundirnar eru yfir 5.000 talsins og töluverður breytileiki er á milli tegunda. Í raun er ekki mikið vitað um langlífi froska, en almenna reglan er þó sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar fr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp sígarettuna og hvenær?

Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju finna bara sumir vont bragð af gúrku?

Það er rétt sem spyrjandi bendir á að sumum finnast gúrkur mjög vondar. Við þekkjum það öll að smekkur er afar mismunandi og á það við um mat eins og flest annað. Sumir elska sjávarrétti á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en blóðuga nautasteik. Fyrir þessum skoðunum okkar geta legið ýmsar ástæður og í...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?

Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju er sögunni skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld og hvenær byrjuðu menn á þessu? Það er hentugt að gefa ákveðnum tímabilum nafn svo hægt sé að tala um þau. Fræðimenn reyna oft að greina megindrætti lengri eða styttri tímabila og skipta þ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?

Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna sk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?

Af mannöpunum standa simpansar næst manninum og eru prótín simpansa og manna flest nauðalík. Oft er því slegið fram að erfðafræðilegur munur á þessum tegundum sé ekki nema 1%, en nákvæm vitneskja um þennan mun fæst ekki fyrr en búið er að raðgreina genamengi apans og bera saman við genamengi mannsins. Líkamsby...

Fleiri niðurstöður