Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9682 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?

Á 9. öld þegar Ísland byggðist voru mjög fáir rúnasteinar reistir í Skandinavíu. Þegar yngra rúnaletrið var tekið í notkun um 800 virðist einnig siðurinn að reisa steina hafa að mestu horfið um sinn. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar: Röksteinnin á Austur-Gautlandi og Sparlösasteinnin á Vestur-Gautlandi reistir...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Gætu víkingar hafa notað silfurberg sem siglingatæki á sjóferðum?

Upprunalega spurningin var: Eru til heimildir um að sjófarendur á öldum áður (víkingar) hafi notað silfurberg sem leiðsögutæki á sjó? Á síðustu áratugum hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinum að svonefndur „sólarsteinn,“ sem getið er um í fornum heimildum (Ólafs sögu helga og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?

Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...

category-iconFöstudagssvar

Hvernig get ég vitað hvort ég sé með óráði á meðan á óráðinu stendur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Að sjá hvort einhver sem ég þekki vel er með óráði er tiltölulega auðvelt en (hvernig) get ég vitað hvort ég sjálfur er með óráði á meðan á því stendur? Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Þeir sem geta lagt inn spurningu um ástand sitt til Vísindavefsins eru...

category-iconLögfræði

Eru allir máfar friðaðir?

Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994. Það sama á við um villt landspendýr. Lögin gilda ekki aðeins um villt dýr og fugla sem lifa að jafnaði hér, heldur einnig um þau sem koma hingað reglulega eða gætu borist hingað. Flækingsfuglar sem hingað rata eru...

category-iconJarðvísindi

Af hverju var Surtsey friðlýst?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?

Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?

Í stuttu máli þá varð Ísland skattland eða hjálenda Noregskonungs á árunum 1262–64 þegar helstu höfðingjar landsins gengust undir vald hans. Það sama gilti um hinar eyþjóðirnar tvær í Norður-Atlantshafi, Grænland og Færeyjar. Færeyingar voru fyrstir til að ganga Noregskonungi á hönd, rúmum tveimur öldum fyrr, líkl...

category-iconLæknisfræði

Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau?

Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekki eingöngu lærð hegðun heldur líka fíkn, og nikótín veldur því bæði líkamlegri og sálfélagslegri ávanabindingu. Frá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru lengstu göng Íslands?

Gengið er út frá því að spyrjandi eigi við veggöng og er svarið í samræmi við það. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar eru fjórtán veggöng í vegakerfi landsins sem eru alls um 64 km að lengd. Þar ef eru ein göng aflögð, það er Oddskarðsgöng og Húsavíkurhöfðagöng sem ekki eru ætluð almenningi heldur a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?

Stærsti gígur á reikistjörnunni Mars nefnist Hellas-dældin. Hann er um 2000 km í þvermál og rúmlega 7 km djúpur. Gígurinn er því næstum helmingur af stærð Bandaríkjanna! Mesta dýpi gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnu...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?

Asíur eru einfaldlega stórar gúrkur (Cucumis sativus) sem yfirleitt eru seldar súrsaðar. Nafnið er hingað komið úr dönsku en þar er asie notað um kjarnhreinsaða, niðurskorna og súrsaða gúrku í edikslegi. Danska orðið gæti verið afbökun orðsins achar sem er haft um hvers kyns súrsað og kryddað grænmeti og ávexti. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?

Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul. Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið glundroði og hvað merkja glund og roði í orðinu?

Orðið glundroði merkir ‘ruglingur, tætingur, samsull’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:259) er uppruni óviss en að upphafleg merking sé hugsanlega ‘glær (þunnur) vökvi’. Fyrri liður samsetningarinnar er þá glundur ‘þunnt mauk, þunnur spónamatur, gutl; ruglingur’. Glundroði sé þá or...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að skælbrosa og hvaðan er orðið komið?

Skæl- í skælbrosa er fengið frá sögninni að skæla ‘gráta, gretta sig’. Í Corvinuspostillu frá miðri 16. öld er þetta dæmi samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: hæddu at mier / skældu sig oc skoku hofudin. Þarna er merkingin greinilega ‘grettu sig’. Nafnorðið skæla merkir ‘grátur’ en í fleirtölu einnig ...

Fleiri niðurstöður