Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7108 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?

Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri n...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóna Freysdóttir rannsakað?

Jóna Freysdóttir er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala. Rannsóknir Jónu hafa einkum snúist um bólgu og bólguhjöðnun. Bólga er mikilvægt svar líkamans við áreiti, svo sem sýkingum og ýmsum frumuskemmdum. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Í hverju felast „annus mirabilis“ tímamótagreinarnar sem Einstein gaf út árið 1905?

Eins og spyrjandi segir hefur árið 1905 verið kallað „ár kraftaverkanna“ eða „annus mirabilis“ í ævi Alberts Einsteins (1879-1955). Þessi orð eru einnig oft höfð um tímabilið 1665-1667 í starfsferli enska eðlis- og stærðfræðingsins Ísaks Newtons (1642-1727), en hann sagðist síðar hafa gert helstu uppgötvanir sínar...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður fyrst þyngdaraflið togar okkur niður? Eins og fram hefur komið í fleiri svörum um eld á Vísindavefnum þá er eldur í raun rafsegulbylgjur sem við nemum sem ljós og hita. Í eldinum leynast hins vegar bæði svonefnd hvarfefni og myn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Rut Franzdóttir rannsakað?

Sigríður Rut Franzdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Í rannsóknum sínum leggur hún áherslu á heildræna nálgun á hlutverk sameinda í sem eðlilegustu umhverfi innan lífvera. Núverandi rannsóknaverkefni Sigríða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Brynhildur Þórarinsdóttir stundað?

Brynhildur Þórarinsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa helst að lestraráhuga og lestrarvenjum, lestraruppeldi og sambandi lestraráhuga og lestraruppeldis eða bakgrunns barna. Hún hefur til að mynda birt greinar um þróun lestrarvenja íslenskra unglinga í evrópskum samanbur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað?

Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir og dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ). Sem ungur lífeðlisfræðingur tók Guðrún þátt í rannsóknum sem var ætlað að varpa ljósi á þátt erfða og umhverfis í h...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?

Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að n...

category-iconLögfræði

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því? Í stuttu máli má segja að rökin fyrir...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?

Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum á fyrri hluta 17. aldar þegar þýski stjörnu- og stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler (1571-1630) vísaði til nýuppgötvaðra fylgitungla reikistjörnunnar Júpíters með fleirtölumynd latneska orðsins satelles. Það gerði hann í riti sem kom út á latínu árið 1611. Stuttur t...

category-iconLífvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ hæ, hver er uppruni G-mjólkur, af hverju heitir hún G-mjólk og hvað gæti hún mögulega enst lengi? G-ið í heiti G-mjólkur stendur fyrir geymsluþol. Mjólk sem seld er í verslunum er gerilsneydd með hitameðhöndlun til að drepa örverur sem gætu valdið sýkingum í þeim er neyta h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?

Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur. Flestir telja veirur ekki til lífvera því að ...

category-iconEfnafræði

Hvað er lífplast?

Lífplast (e. bioplastics) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við notkun lífplasts er að efnið er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum, sem olíulindir eru ekki, en flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Helstu hráefni sem...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er popúlismi?

Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja...

category-iconEfnafræði

Getur vatn brunnið?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni? Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur...

Fleiri niðurstöður