Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það?
Istanbúl er stærsta borg Tyrklands og var áður höfuðborg landsins. Nú er Ankara höfuðborgin. Borgin hét fyrst Býsans en það er hugsanlega dregið af nafni Býsas sem var leiðtogi Grikkja frá Megöru og átti samkvæmt fornum sögnum að hafa stofnað borgina um 657 f. Kr. Frá árinu 330 e. Kr. til 1930 nefndist borgin ...
Hvað er myrra sem vitringarnir komu með?
Í Matteusarguðspjalli er komu vitringanna til Jesú lýst svona:Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru. (2:11)Hluti af mynd eftir málarann Hiëronymus Bosch (um 1450-1516) af komu ...
Hvað eru til mörg hestakyn?
Allt frá því að menn tóku hross í þjónustu sína fyrir 3-4 þúsund árum á steppum Mið-Asíu hafa hestar gegnt mikilvægu hlutverki í samfélögum manna víða um heim. Í árdaga voru villihestar mikilvæg veiðidýr en þegar fyrst var farið að halda hesta var það aðallega vegna þess að hægt var að nýta kjötið af þeim og mjólk...
Hvernig urðu orkulindirnar til?
Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...
Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?
Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...
Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...
Hvernig og hvar vex ananas?
Ananasplantan (Ananas comosus) er fræplanta af ættinni Bromeliaceae. Hún vex villt í Mið- og Suður-Ameríku en hefur verið flutt og ræktuð til nytja víða annars staðar svo sem til margra Asíu- og Afríkuríkja. Ananasplantan er með 30-40 stíf og safarík blöð sem mynda oft rósettulaga krans umhverfis þykkan og ster...
Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?
Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...
Hvað eru útfjólubláir geislar?
Útfjólublá geislun er rafsegulgeislun með styttri bylgjulengd og hærri orku en sýnilegt ljós. Við sjáum ekki útfjólubláa geisla með berum augum en sumir fuglar, fiskar og skordýr geta greint þessa geislun. Í rófi rafsegulbylgna er útfjólublá geislun milli sýnilegs ljóss og röntgengeislunar. Bylgjulengd útfjólub...
Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?
Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu. Jón ...
Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Eru 50% líkur á því að kona sem á pabba sem er blæðari og mömmu sem er arfberi verði blæðari eða eru konur alltaf arfberar? Ef faðir er blæðari og móðir arfberi eru helmings líkur á að stúlkufóstur verði arfhreint um X-tengt dreyrasýkigen. Aftur á móti fæðast ekki slík stúl...
Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?
Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...
Hver var Saladín Tyrkjasoldán?
Saladín (Selaheddînê Eyûbî eða Salah al-Din Yusuf ibn Ayyub) fæddist árið 1137 eða 1138 í borginni Takrít í Mesópótamíu, en var alinn upp í Aleppó, Ba'lbek og Damaskus. Hans er minnst, bæði af múslímum og kristnum mönnum, sem voldugum og göfugum leiðtoga. Sem ungur maður hafði Saladín mestan áhuga á að gerast ...
Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?
Hundar af Shih Tzu ræktunarafbrigðinu eru komnir af peking-hundinum og tíbetsku afbrigði sem nefnist Lhasa apsoo. Shih Tzu hundar komu fyrst fram í Tíbet og eru nú meðal vinsælustu dekurhunda á Vesturlöndum. Í Kína kallast hundar af þessu afbrigði Shih Tzu kou sem hægt er að þýða yfir á íslensku sem ljónahundur...
Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?
Það er margt á huldu varðandi atferli risaeðlna, eins og annarra löngu útdauðra dýra, þar sem vísindamenn hafa einungis steingerðar leifar þeirra til að styðjast við. Almennt er þó álitið að risaeðlur hafi sofið, eins og nánast öll hryggdýr gera nú til dags. Þrátt fyrir að mjög lítið sé vitað um atferli risaeðlna ...