Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1691 svör fundust
Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?
Taka verður fram að til eru tvær gerðir af tyggigúmmí. Önnur er hið eiginlega tyggigúmmí eða tyggjó, á ensku nefnt ‘chewing gum’. Hin er svokallað ‘bubble gum’, á íslensku blöðrutyggjó eða kúlutyggjó. Menn hafa nota tuggu úr trjákvoðu, vaxi eða einhverju öðru í mörg þúsund ár. Hins vegar er talið að tyggjó haf...
Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?
Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...
Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?
Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð ...
Hver byggði Eiffelturninn, hvers vegna var hann byggður og hvenær?
Eiffelturninn er eitt þekktasta tákn Parísarborgar og hefur verið sóttur heim af yfir 200 milljón manns. Forsaga turnsins er að halda átti heimssýningu í París árið 1889 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá frönsku byltingunni, en byltingin gjörbreytti á sínum tíma stjórnkerfi Frakklands. Haldin var samke...
Hvaðan kemur nafn Grindavíkur á Reykjanesskaga?
Grindavíkur er getið í Landnámabók (Íslensk fornrit I:330). Í sömu bók eru auk þess Grindalækur í Húnavatnssýslu og Grindur í Borgarfirði. Grindavík. Í örnefnum bendir orðið grind til merkingarinnar 'gerði' eða 'hlið', eða ‘klettarið’, til dæmis Grindaskörð í Gullbringusýslu og Grindamúli í Suður-Múlasýslu, Gri...
Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?
Mjóddin er örnefni á mótum Breiðholtsmýrar og Breiðholts, meðfram mýrinni og náði niður undir Blesugróf. Mýrin var mjög blaut en Mjóddin var þurrari og þar lá leiðin úr Reykjavík að Breiðholtsbænum. (Sjá má örnefnið á korti í bók Einars S. Arnalds Reykjavík. Sögustaður við Sund IV, 184 (kort nr. 22), en Guðlaugur ...
Snjóar á Mars?
Ský hafa verið þekkt á Mars í marga áratugi enda er hægt að greina þau frá jörðinni. Á Mars eru ský allt árið um kring en það var þó ekki fyrr árið 2008 sem það uppgötvaðist að það snjóar á Mars. Uppgötvunina gerði Phoenix-geimfarið. Mynd af skýjum á Mars. Flest ský á Mars eru úr frosnu koltvíildi. Snjórinn sem ...
Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?
Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis se...
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Hvað er gamelan-tónlist?
Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percuss...
Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?
Í hnotskurn er svarið við þessari spurningu: Allir menn, að minnsta kosti allir sem eru af evrópsku bergi brotnir. Karl mikli Frankakonungur og síðar rómverskur keisari, öðru nafni Karlamagnús (Charlemagne), var uppi 742-814. Hann átti mörg börn, bæði skilgetin og óskilgetin, og veldi hans stóð víða um Evrópu. ...
Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?
Þrátt fyrir margvíslegar hugmyndir og kenningar um tilurð nafnsins þykir líklegast að vatnið dragi nafn sitt af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn. Líklegt er að jörðin Apavatn hafi byggst þegar á landnámsöld. Sighvatur Þórðarson skáld var fóstraður þar en hann var fæddur um 995. Til ...
Hvað segir fyrsta lögmál Newtons?
Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað verður um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Fyrsta lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu ...
Hver er hin eina sanna list?
Við þessari spurningu er vitanlega ekkert eitt svar, en spurningar um hvað sé list og hvort einhverjar listgreinar séu öðrum æðri hafa lengi fylgt manninum. Í skáldskaparfræðum sínum reyndi heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f. Kr.) að svara því hvað sé list eða skáldskapur, og hvaða tegundir skáldskapar séu...
Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...