Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1375 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?

Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann. Í gráa efn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er atómmassaeining?

Atómmassaeining er skilgreind sem 1/12 af massa kolefnis-12 samsætunnar í hvíld (e. at rest), í grunnástandi (e. ground state) og ekki í efnasambandi. Atómmassaeining kallast atomic mass unit á ensku en er einnig kölluð unified atomic mass unit sem mætti þýða sem sameinuð atómmassaeining. Atómmassaeining er tá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?

Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?

Þegar kvika (bráðið berg) rís úr gosrás og tvístrast í gjósku er hún upphaflega meira en 800°C heit og fer hratt, um 600 metra á sekúndu.[1] Gjóskan rís síðan með gosmekkinum, sem í upphafi er gerður af gjóskunni, sem er 90-99% af massa makkarins og afgangurinn úr eldfjallagastegundum eins og vatni, koltvíoxíði, b...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Kristín Norðdahl stundað?

Kristín Norðdahl er dósent í náttúrufræðimenntun við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi, möguleikum upplýsingatækni í leikskólastarfi, umhverfismennt og sjálfbærnimenntun í...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að fara í pílukast í geimnum?

Stutta svarið við spurningunni er: Já, en pílukast í geimnum er samt annars konar en á jörðinni þar sem pílan er nánast í algjöru í þyngdarleysi í geimnum. Geimstöðvar sem hringsóla um jörðina ferðast á gríðarlegum hraða. Til dæmis er Alþjóðlega geimstöðin (International Space Station, ISS) á 7,66 km/s hraða se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?

Vatnabufflar (Bubalus bubalis) eru húsdýr, aðallega í Asíu en eru einnig ræktaðir í öðrum heimsálfum. Þeir skiptast í tvær undirtegundir, önnur kennd við ár og hin við mýrar (e. river buffalo og swamp buffalo). Talið er að báðar undirtegundirnar hafi verið ræktaðar út frá villtum vatnabufflum (Bubalus arnee). ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju geta hænur ekki flogið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju fljúga fuglar en ekki hænur? Það er reyndar ekki rétt að hænur geti ekki flogið en þær eru hins vegar afar lélegir flugfuglar. Það sama á við um hænsfugla almennt. Bankívahænsn (Gallus gallus, e. Red jungle fowl) sem er nánasti ættingi nytjahænsna í villtri náttú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?

Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?

Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin stór?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver er geisli allra reikistjarnanna?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða dýrategund er elst?

Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?

Stírur (t.d. eye gunk eða sleep crust á ensku) eru í raun storknuð tár. Stírur gegna engu sérstöku hlutverki í sjálfu sér en það gera tár. Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir y...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna skelfur maður af kulda?

Hér er einnig svar við spurningunni:Af hverju titrar kjálkinn og glamrar í tönnunum þegar manni verður kalt?Eins og önnur spendýr hefur maðurinn jafnheitt blóð. Það þýðir að líkamshita hans er haldið við 37°C eða því sem næst og þar gegnir undirstúka heilans lykilhlutverki. Þar er hitastillistöð og undirstúkan fær...

Fleiri niðurstöður