Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1945 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira? Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar telja...
Hvernig myndaðist þessi gífurlega gjá eða hvilft sem er efst á Urðarhálsi?
Ketillinn mikli á Urðarhálsi við norðvesturrönd Vatnajökuls er talinn vera fallgígur (á ensku pit crater), hinn langstærsti hér á landi. Jarðföll af þessu tagi eru helst kunn frá dyngjunum miklu á Hawaii, þar sem þeim hefur verið rækilega lýst (sjá grein Kristjáns Geirssonar, "Fallgígar", Náttúrufræðingurinn 59 (1...
Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?
Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi? Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin val...
Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!
Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...
Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?
Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum. Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjö...
Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það?
Orðið niðursetningur var notað um þá sem hreppsyfirvöld tóku af heimilum sínum og komu fyrir til dvalar hjá öðrum fyrir greiðslu. Bæði var um börn fátækra foreldra að ræða og eldra fólk sem ekki hafði fulla starfsorku. Aðbúnaður þessa fólks var oft slæmur eins og lesa má til dæmis í blaðinu Fjallkonunni frá 1903 (...
Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?
Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir. Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Hér er hægt að skoða ættartré rándýra. Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið: Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir. Þær eru ...
Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?
Á móðurborði venjulegrar tölvu er rafhlaða sem sér um að geyma ýmsar stillingar fyrir móðurborðið. Þessum stillingum má breyta þegar tölvan er ræst með því að opna BIOS-stillingarnar áður en stýrikerfi tölvunnar ræsir sig upp. Rafhlaðan sér einnig um að keyra litla klukku ef móðurborðið missir rafmagn. Þannig getu...
"Eyes to the right, the nose to the left", hvaða bull er þetta?
Spyrjandi vísar hér líklega til talningaraðferðar í Breska þinginu. Þar koma hins vegar hvorki augu (e. eyes) né nef (e. nose) við sögu heldur: „Ayes to the left, noes to the right“. Orðið „aye“ vísar til samþykkis en „noes“ til neitunar. Aye er einfaldlega gamalt enskt orð fyrir samþykki sem má rekja aftur til...
Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?
Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...
Hvað eru sykrur?
Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Efnafræðilega eru sykrur hýdröt kolefnis (hýdrat er efnasamband orðið til við samruna tiltekins efnis og vatns) með almennu formúluna (CH2O)n þar sem \(n\geq 3\). Ef sykrusameind er gerð úr einni slíkri einingu telst sykran til einsykra, ef hún er gerð úr tveimur...
Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?
Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar. Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar...
Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?
Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...
Hversu hratt fara norðurljósin þegar þau dansa sem hraðast um himinhvolfið?
Mælingar á norðurljósum gefa til kynna að hraði þeirra geti náð 100 m/s – 600 m/s í norður-suðurátt. Hraðinn í austur-vesturátt er að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri og getur náð um 4 km/s; einstaka mælingar sýna meira að segja hraða upp í 30 km/s. Flókið samspil rafsegulsviðs jarðar og sólvindsins stýrir bi...
Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?
Skógurinn heitir Þrastaskógur, það fer ekki á milli mála. Um það má lesa í bók Jóns M. Ívarssonar: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík 2007), bls. 639–640. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti þessa spildu úr Öndverðarneslandi árið 1911 og gaf UMFÍ. Tveimur árum síðar var svæðinu gefið nafnið Þrastas...