Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1249 svör fundust
Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið krossfiskur? Af hverju ekki stjörnufiskur? Elsta heimild um orðið krossfiskur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur eftir Jón Guðmundsson lærða. Dæmið er svona: Krossfiskur og hagalfiskur...
Á hverju nærast sveppir?
Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...
Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?
Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þur...
Hver er uppruni orðsins salerni?
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir: Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/...
Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?
Orðanefnd lækna hefur nýlega samþykkt að taka upp heitið kórónuveira fyrir þá fjölskyldu veira sem kallast á ensku coronavirus (ft. coronaviruses) en eldra heiti á henni var kransveira (Íðorðasafn lækna 1986). Heitið vísar í byggingu veirunnar en hún er hringlaga og út úr henni standa oddar og það minnir á kórónu....
Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?
Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...
Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?
Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem r...
Af hverju bráðnar þeyttur rjómi ef hann stendur í stofuhita?
Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en í honum er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluk...
Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?
Tíska og margt sem henni tengist er sannkallað stórveldi í viðskiptaheiminum og hluti af öflugu markaðs- og neyslukerfi nútímans. Tískuframleiðsla og allt umhverfi tískunnar hefur um árabil þróast í þá átt að verða að einni mikilvægasta tekjulind öflugustu ríkja heims. Fastmótuð menning sem er inngreypt í hagkerfi...
Hvaða bækur eru Grágás og Jónsbók?
Allsherjarríki eða þjóðveldi var stofnað á Íslandi á 10. öld. Eftir það giltu ein lög fyrir alla í landinu, sem var næstum einsdæmi í Evrópu. Til eru tvö stór og heilleg skinnhandrit af þjóðveldislögunum, Staðarhólsbók og Konungsbók, auk töluverðs fjölda brota. Talið er að þessar bækur hafi verið ritaðar um miðj...
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...
Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?
Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...
Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?
Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...
Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?
Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu. Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konu...
Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M. Árið 2016 tilkynntu stjörnufr...