Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...
Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru airsoft-byssur (loftbyssur) bannaðar á Íslandi en leyfðar í öðrum löndum í Evrópu? Væri ekki hægt að vera með airsoft-íþróttafélag? Svonefndar airsoft-byssur eru í sumum löndum notaðar í „skotvopnaleikjum“ sem svipar til litboltaleikja (e. paintball). Þessar by...
Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í sjónvarpsþætti sem framleiddur er af BBC, Sannleikurinn um offitu, og sýndur var á RÚV í janúar 2021, heldur prófessor Steve Bloom því fram að ef fólk sem er of feitt léttist, minnki líkur á alzheimers-sjúkdómi. Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers? Lítið samband...
Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?
Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Þetta hefur oft borið á góma í umræðunni um kórónuveirufaraldurinn og þá sérstaklega um það hvort einhverjir undirliggjandi sjúkdómar hafi áhrif á ...
Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?
Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...
Hvaða skordýr ræðst á ánamaðka og drepur þá?
Höfundi er ekki kunnugt um að skordýr ráðist á ánamaðka til þess eins að drepa þá en vissulega eru til skordýr sem éta ánamaðka. Jarðvegsormar þeir sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir ættinni Lumbricidae eða ánamaðkaætt og eru af flokki fáburstunga (Oligochaeta). Heimkynni ánamaðkaættar eru f...
Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?
Eddukvæði finnast nær eingöngu í þremur heimildum. Flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Einnig eru eddukvæði í Snorra-Eddu en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld. Enn fremur finnast eddukvæði í ...
Hvernig á að láta til skarar skríða?
Hér er einnig svarað spurningunum:Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“? Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlö...
Berast ljósgeislar í andrúmsloftinu til okkar eftir beinni línu eða geta þeir bognað?
Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...
Hvers konar verk er Vídalínspostilla?
Fyrsta verkið sem kom út eftir Jón biskup Vídalín er oftast kallað Sjöorðabókin og var prentað á Hólum 1716. Þetta rit naut talsverðra vinsælda eins og sjá má af því að það var prentað aftur og aftur. Á sama tíma mun Jón hafa unnið að stærra verki, Húspostillunni, sem hann er frægastur fyrir og hefur seinna gengið...
Hvað eru margir bæir á Íslandi byggðir á hrauni?
Til að svara þessari spurningu er vænlegast að skoða jarðfræðikort (mynd). Þar eru sýnd gosbelti landsins og innan þeirra hraun runnin eftir ísöld, með yngri hraun frá því eftir landnám merkt sérstaklega. Bæja, það er þéttbýliskjarna, sem byggðir eru á hrauni er þarna að leita. Gosbelti á Íslandi og hraun runnin...
Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér til hvers er verið að vísa í orðinu hlaðvarp. Er verið að vísa í hlað líkt og bæjarstæði eða er verið að vísa í hleðslu líkt og hlaðinn vegg og garð í kringum hús? Íslenska orðið hlaðvarp er myndað sem samsvörun við enska orðið podcast. Fyrri hlutinn...
Hvað eignast hvítabirnir marga húna?
Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á hvítabjörnum (Ursus maritimus) í Norður-Ameríku á seinni hluta síðustu aldar var gotstærðin að meðaltali 1,58 – 1,82 húnar í goti. Langalgengast er að birna gjóti tveimur húnum, stundum er húnninn einn en sjaldan eru þeir þrír þótt dæmi séu um slíkt. Birnur verða kynþroska...
Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...
Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?
Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...