Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8520 svör fundust
Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?
Sértrúarsöfnuður nefnist á ensku sectarian eða sect sem er dregið af latneska orðinu secta sem merkir til dæmis 'lífsmáti, áætlun, leið'. Í klassískri latínu var secta til dæmis notað um þá sem aðhylltust ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða fylgdu flokkslínum. Talið er að orðið sectarian hafi fyrst verið notað um miðj...
Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“?
Íslensk málstöð (nú Árnastofnun) lét taka saman skrá yfir landaheiti og þar er sýnt hvaða íslensku heiti við notum yfir löndin og íbúa þeirra. Á vefsetri Árnastofnunar er að finna nánari upplýsingar auk eintölumyndar íbúaheita. Þarna kemur fram að Portúgalar búa eða koma frá Portúgal. Portúgal er eitt þriggj...
Hvað eru til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða ár sást fyrsti geitungurinn á Íslandi? Alls hafa fundist 4 tegundir geitunga hér á landi. Þær eru: húsageitungur (Paravespula germanica)holugeitungur (Paravespula vulgaris)trjágeitungur (Dolichovespula norwegica)roðageitungur (Paravespula rufa) Þessar tegundir eru allar nýl...
Er erfitt að læra forritun?
Spyrjandi bætir einnig við:Er hægt að kaupa sér kennslubækur í einhverjum tölvubúðum?Sumum finnst mjög auðvelt að læra forritun en aðrir ná sér aldrei almennilega á strik í því. Þeir sem hafa gaman af rökhugsun og nákvæmnisvinnu tileinka sér í flestum tilvikum forritun tiltölulega auðveldlega. Ef fólk vill komast ...
Hve hratt fer Boeing 747?
Þota af gerðinni Boeing 747 flýgur á um 85% af hljóðhraða (0.855 Mach). Þetta eru um 912 km/klst. Þessi þota, einnig kölluð júmbóþota vegna stærðar sinnar, er mikið notuð bæði í farþegaflugi og vöruflutningum. Hún er þá helst notuð á löngum flugleiðum, svo sem milli á milli London og Singapore eða milli Los Angele...
Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?
Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...
Hvað er hortittur í bragfræði?
Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...
Hvaða efni eru snefilefni?
Snefilefni er þýðing á enska hugtakinu 'trace element' og er samheiti yfir nokkur frumefni sem finna má í mjög litlu magni í pöntu- og dýraríkinu. Til að geta flokkað frumefni sem snefilefni verður magn þess af heildarmagni frumefna lífverunnar að vera minna en 0,01%. Þessi frumefni, sem flest eru málmar, eiga...
Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi: Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í au...
Hvað merkir holið í Hollandi?
Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu. Horft til himins úr holtlendi. Eldri merking orðsins holt á ...
Hver eru 10 stærstu dýr heims?
Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...
Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...
Hvað er múmía?
Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...
Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins?
Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er í hugum margra Íslendinga hinn eini sanni vorboði og telst það ætíð fréttnæmt þegar hún sést hér fyrst á vorin. Árið 2006, sáust fyrstu lóurnar þann 25. mars. Heiðlóa (Pluvialis apricaria). Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur safnað í gagnagrunn ýmsu sem snýr að fuglum, með...
Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...