Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1404 svör fundust
Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?
Í stuttu máli sagt: Já, það er möguleiki á því – en flestir myndu telja það afar ólíklegt. Vangaveltur um takmarkanir mannlegrar þekkingar hafa verið sem rauður þráður í gegnum sögu heimspeki. Til að þekking okkar verði traust er einn möguleiki að grundvalla hana á sjálfljósum staðreyndum, það er fullyrðingum ...
Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:brúna letidýrið (Bradypus variegatus)ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)makkaletidýrið (Bradypus tor...
Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?
Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...
Í skandínavískri þjóðtrú koma fyrir verur sem kallast nisse eða tomte. Eru til samsvarandi verur í íslenskri þjóðtrú?
Nissarnir eru afar vinsæl fyrirbæri í skandínavískri þjóðtrú og tengjast sérstaklega jólunum. Þeir eru eins konar húsálfar sem halda aðallega til í útihúsum á bændabýlum og gæta búsins sé vel við þá gert. Þess vegna þarf til dæmis alltaf að gefa þeim jólagraut á jólum. Nissinn með jólagrautinn sinn er orðinn eitt ...
Hvaðan er það komið að kalla stelpur 'fröken fix'?
Lýsingarorðið fix ‘fimur, laginn’ er tökuorð úr dönsku fiks ‘duglegur, flinkur, fljótur’ og þekkist í þessari merkingu frá því á 18. öld. Um miðja síðustu öld og lengur var gjarnan talað um að flík, til dæmis kjóll eða blússa, væri fix og að einhver, langoftast kona væri fix eða fix í sér: ,,Hún er alltaf svo fix,...
Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?
Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...
Hvers vegna grátum við?
Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan be...
Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?
Klukkur hafa alls ekki alltaf verið til. Áður en þær komu til sögu höfðu menn samt ýmis ráð til að fylgjast nægilega vel með tímanum, miðað við þá lífshætti sem þá tíðkuðust. Það þarf til dæmis ekki klukku til að vakna þegar dagur er risinn eða fara að sofa þegar dimmir. Og ef sumarnóttin er björt má kannski bara ...
Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?
Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag! Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afa...
Eiga plöntur forfeður?
Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími ...
Er líklegt að loftsteinn klessi á jörðina og grandi henni og okkur?
Loftsteinar eru alltaf að lenda á jörðinni. Flestir steinanna eru þó það smáir að þeir brenna upp í lofthjúpnum. Líklega ná þó um 500 lofsteinar til jarðar daglega en fæstir finnast. Mestar líkur eru nefnilega á því að þeir lendi í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu. Árekstrar við s...
Hvað er fjármálakreppa?
Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun...
Hver eru helstu einkenni skriðdýra?
Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...
Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?
Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæm...
Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?
Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem...