Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 883 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð (einkum í sögu), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa þó fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 o...

category-iconLæknisfræði

Hvar smitast fólk helst af COVID-19?

COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa mei...

category-iconLögfræði

Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?

Upprunalega spurningin var: Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins? Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi ...

category-iconHeimspeki

Geta fjöll verið ljót?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Já, fjöll geta verið ljót. Gömul kona sem flutti frá Akureyri suður á Selfoss sagðist oft sakna fallegu fjallanna við Eyjafjörð og gaf lítið fyrir Ingólfsfjall, sem Selfyssingar töluðu svo gjarnan um. Henni fannst Ingólfsfjall vera ljótt. Eftir að hafa búið syðra í nokkur ár...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar? Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar ran...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir það að éta sína eigin tegund?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvað heitir það að borða sína eigin tegund? Eins og ef maður borðar mann þá er hann mannæta, en ef hæna borðar hænu? (Erna Kristín) Er til íslensk þýðing fyrir enska orðið "cannibalism"? Mannát á náttúrulega bara um menn sem éta aðra menn en "cannibalism" getur gilt um hva...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?

Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...

category-iconStærðfræði

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

category-iconSálfræði

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru litir?

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svín?

Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...

category-iconFélagsvísindi

Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?

Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...

category-iconÞjóðfræði

Hvað getið þið sagt mér um varúlfa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um varúlfa? Hver er saga mannúlfsins, hvenær fóru menn að trúa á hann og hvar trúðu menn fyrst á hann?Samkvæmt ýmis konar þjóðtrú er varúlfur maður, langoftast karlmaður, sem tekur tímabundið á sig gervi úlfs og öðlast á meðan alla eiginleika úlfsins ...

category-iconHeimspeki

Hver var Platon?

Heimildir um ævi Platons eru fremur rýrar. Helstar eru bréfin sem honum eru eignuð, alls þrettán talsins, en einkum er þó Sjöunda bréfið mikilvægt; og ævisaga Platons sem varðveitt er hjá Díogenesi Laertíosi, sagnaritara frá þriðju öld sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að senni...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstuldur?

Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...

Fleiri niðurstöður