Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heita kameljón þessu nafni? Orðið kamell ‘úlfaldi’ þekkist þegar í fornu mál úr Karlamagnús sögu og kappa hans. Um kamaldýr er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans elst dæmi frá 17. öld og sömuleiðis um kameldýr. Fyrri liður er líklega tökuorð úr miðlágþýsku kam...

category-iconHugvísindi

Hvað eru til mörg orð í íslensku?

Ómögulegt er að nefna eina tölu yfir fjölda orða í íslensku. Á hverjum degi eru búin til orð sem sum hver eru ef til vill aðeins notuð einu sinni. Oftast er um samsetningar að ræða sem verða til af því að lýsa þarf á stundinni einhverju atviki eða einhverju áþreifanlegu og orð skortir. Slík orð, sem oft komast ekk...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna?

Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við massa þeirra hvors um sig og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina milli þeirra í öðru veldi. Krafturinn á annan hlutinn stefnir á hinn eftir tengilínunni milli þeirra. Þetta skýrir að krafturinn er mismunandi milli ólíkra ...

category-iconVísindavefur

Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?

Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað...

category-iconJarðvísindi

Er jarðvarmi endalaus orkulind?

Þetta er nokkuð snúin spurning eins og góðar spurningar eiga að vera. Ef jarðvarminn stafaði eingöngu af því að jörðin var heit í upphafi lægi svarið nokkuð beint við: Sá varmi var endanlegur og væri nú að mestu horfinn. En undirrót jarðvarmans sem streymir frá jörðinni er ekki eingöngu upprunalegur hiti í iðru...

category-iconHagfræði

Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?

Spyrjandi bætti einnig eftirfarandi skýringu við spurninguna: Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun? Mælingar á vísitölu neysluverðs by...

category-iconTrúarbrögð

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

category-iconHugvísindi

Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?

Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...

category-iconHugvísindi

Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?

Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?

Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?

Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...

category-iconMannfræði

Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?

Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?

Smellið hér til að heyra hljóðið í ísbirni. Ísbjörninn, Ursus maritimus er að jafnaði stærri en náfrændi hans brúnbjörninn Ursus arctos. Nokkrar deilitegundir brúnbjarna geta þó orðið stærri og má þar helst nefna þær sem lifa á Kamtsjatka-skaganum í Síberíu og í Alaska. Að jafnaði er fullorðinn ísbjörn um 4...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?

Talið er að u-innskotið, svokallað stoðhljóðsinnskot þegar fiskr, fegrð verða að fiskur, fegurð, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar samkvæmt dæmum í íslenskum miðaldahandritum og hefðbundin skoðun var lengi að innskotið hefði verið gengið yfir undir lok 14. aldar. Yngri dæmi sýndu aðeins íhaldssemi skrifara...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?

Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...

Fleiri niðurstöður