Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7624 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Götur eru saltaðar til að svellið bráðni, en skíðabrekkur til að fá harðfenni. Hvernig má það vera?

Saltið sem dreift er á götur bræðir ísinn og salti er stundum dreift á skíðabrekkur til að fá harðfenni. Þrátt fyrir að við fyrstu sýn sé þetta mótsögn geta báðar fullyrðingarnar verið réttar. Salt sem stráð er á snjó eða ís bræðir yfirborð hans og myndar saltvatnspoll. Þetta gerist þannig að ísinn og saltið m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur það verið að ummál jeppadekkja breytist þegar þrýstingur í þeim er aukinn?

Spurningin í heild var sem hér segir:Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor svaraði um daginn spurningu minni um 2 jeppadekk. Samkvæmt svarinu breytist ummál dekkjanna, getur það verið?Spyrjandi vísar hér í svar við spurningunni Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jaf...

category-iconLögfræði

Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur?

Spyrjandi bætir síðan við:Hver fann þetta upp og hvenær? Á Íslandi eru í gildi lög um fyrningar, nr. 14 frá árinu 1905. Í þeim lögum er þó að mestu fjallað um fjárkröfur sem fyrnast annað hvort á 4, 10 eða 20 árum. Þessi lög taka almennt til slíkra krafna. Fyrning er ákveðið úrræði sem skuldarinn hefur gagnvar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna skelfur maður af kulda?

Hér er einnig svar við spurningunni:Af hverju titrar kjálkinn og glamrar í tönnunum þegar manni verður kalt?Eins og önnur spendýr hefur maðurinn jafnheitt blóð. Það þýðir að líkamshita hans er haldið við 37°C eða því sem næst og þar gegnir undirstúka heilans lykilhlutverki. Þar er hitastillistöð og undirstúkan fær...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna ráðast hundar á ketti?

Margir hafa sent inn fyrirspurn um hvers vegna hundum og köttum kemur svona illa saman. Aðrir spyrjendur eru: Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru skriðdýr?

Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðd...

category-iconSálfræði

Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?

Vísindamenn vita nú orðið margt um heilann í okkar, til að mynda það að hann getur geymt meira af upplýsingum en við gætum nokkurn tíma þurft að muna. Um þetta má til dæmis lesa í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? Við getum þess vegna svarað fyrri hluta spurningari...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?

Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst. Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?

Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10: Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?

Mennirnir þurfa auðvitað ekki að tala ólík tungumál. Þeir gætu ákveðið að tala allir sama tungumálið. En vandinn er sá að þá þyrfti mannkynið allt að koma sér saman um hvaða tungumál ætti að nota. Það er eiginlega alveg öruggt að aldrei myndi nást fullkomin sátt um slíka ákvörðun. Segjum til dæmis að reynt yrði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?

Nafnið Blær er karlmannsnafn á sama hátt og samnafnið blær 'andvari, vindgustur' og bera það allnokkrir karlar ýmist sem fyrra eða síðara nafn. Það beygist í nútímamáli: nf.Blærþf.Blæþgf.Blæef.Blæs Þekkt er, einkum í kveðskap, að orðið beygist eins og forn wa-stofn, það er í þágufalli blævi og í eignarfalli ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio. Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í máli...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er þyngdarafl á Mars?

Já, það er þyngdarafl á Mars! Í svari JGÞ og ÞV við spurningunni: Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu? kemur fram: Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt v...

category-iconLæknisfræði

Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna?

Já stundum er það heilanum að kenna en langalgengast er að hjartað hætti að slá vegna hjartsláttartruflana sem orsakast annað hvort af sjúkdómi í hjartavöðvanum eða leiðslukerfi hjartans. Hjartað hefur sitt eigið rafkerfi sem stýrir hjartslættinum. Sérhæfðar frumur í hjartanu gefa frá sér rafboð sem stýra tak...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara fuglar að því að drekka?

Upprunalega hljóðar spurningin svona: Drekka fuglar á sundi eða fara þeir alltaf upp úr og beina goggnum niður af tjarnarbakkanum ef þá þyrstir? Fuglar þurfa að drekka vatn eins og önnur dýr. Þeir hafa hvorki varir né kinnar eins og spendýr og þurfa því að drekka á nokkuð ólíkan hátt. Sennilega drekka flestar ...

Fleiri niðurstöður