Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er búið að finna öll frumefni alheimsins? Gæti verið að fleiri sé að finna til dæmis á öðrum reikistjörnum sólkerfisins?

Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 að tölu. Þegar sagt er að frumefni sé stöðugt (stable) er átt við að kjarnar þess - nánar tiltekið að minnsta kosti einnar samsætu þess - sundrist ekki sjálfkrafa vegna geislavirkni. Þyngsti stöðugi frumefniskjarninn er úran (uranium) sem hefur sætistöluna (atomic ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerist ef vetnisfrumeind sem hefur aðeins eina róteind, verður fyrir alfasundrun?

Stutta svarið er að vetnisfrumeind getur alls ekki orðið fyrir alfasundrun! Alfaeind er samsett úr tveimur róteindum og tveimur nifteindum og er því eins og kjarni helínatóms. Þannig má segja að alfaeindin hafi sætistöluna 2 og massatöluna 4. Alfasundrun nefnist það þegar þungur atómkjarni sendir frá sér alfaei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin gul og skínandi?

Sólin skín vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Vetniskjarnar renna saman af völdum kjarnahvarfa og helíumkjarni myndast að lokum. Við það losnar gríðarleg orka og brot af henni berst til okkar sem hiti og ljós. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Af hverju er sólin heit?. En hvers vegn...

category-iconVerkfræði og tækni

Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?

Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948) Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var o...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?

Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna?

Samkvæmt sögubókum var geimfarinn Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti á tunglið 20. júlí árið 1969. Ekki eru þó allir sem leggja trúnað á að þessi mikilvægi atburður í sögu mannkyns hafi nokkurn tíma átt sér stað. Ein þekktasta samsæriskenning allra tíma er að menn hafi í raun aldrei farið til tungl...

category-iconLæknisfræði

Hvað er mígreni, af hverju stafar það og hvernig er hægt að losna við það?

Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að 6% karla og 18% kvenna einhvern tíma á lífsleiðinni. Höfuðverkurinn kemur í köstum og lýsir sér oft í þungum æðaslætti í öðrum helmingi heilans. Mígreni kemur fram hjá öllum aldurshópum og því fylgja oft ógleði og uppköst og óþol gegn skærri birtu og hljóðum...

category-iconSálfræði

Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá?

Margir hafa spurt um svipað efni. Aðrir spyrjendur eru: Eyrún Sævarsdóttir, f. 1988, Daði, Kristín Ólafsdóttir, f. 1989, Davíð Hrafnsson, Marinó M. Magnússon, Gunnar Pálmason, Ási, f. 1987, Helga Einarsdóttir, Nicholas O'Keeffe, Ragnar Jón Hrólfsson, Steinar Ólafsson, f. 1988, Oddný Rósa, f. 1987, Eydís Arna Sig...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?

Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst. Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?

Dauðastjarfi (e. rigor mortis) er eitt einkenni andláts. Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast. Þetta kemur aðallega fram í stífum útlimum líksins og gerir það að verkum að erfitt er að hreyfa það. Hvenær dauðastjarfi hefst og hversu lengi hann varir...

category-iconBókmenntir og listir

Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?

Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?

Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast. Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?

Við innleiðslu svæfinga á fullorðnum og eldri börnum, eru yfirleitt notuð svæfingalyf, sem gefin eru í æð. Nú er lyfið propofol mest notað. Það virkar hratt, eða byrjar að verka eftir þann tíma, sem tekur lyfið að berast frá indælingarstað (venjulega bláæð á handlegg) til heilans. Hámarksverkun eftir einn innleiðs...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju hitna svartir hlutir þegar sól skín á þá?

Þegar hlutir hitna senda þeir frá sér varmageislun. Hæfni hluta til að senda varmageislun frá sér er sú sama og hæfni þeirra til að gleypa slíka geislun í sig. Yfirleitt gleypa svartir hlutir betur í sig varmageislun, til dæmis frá sólu, en ljósir hlutir. Ástæðan fyrir því er sú að ljósir hlutir endurkasta yfirlei...

Fleiri niðurstöður