Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1015 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvernig er álpappír búinn til?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til. Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þyk...

category-iconEfnafræði

Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?

Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Matthíasdóttir stundað?

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna. Sigríður hefur sérstaklega rannsakað íslenska kvenna- og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar á Íslandi finnast landsniglar með skel?

Upprunalega spurningin var: Vitið þið hvar er hægt að finna landsnigla með skel eins og garðabobba? Nokkrar tegundir landsnigla með skel eða kuðung finnast á Íslandi, en sniglafánan hérlendis er ekki mjög fjölbreytt. Líklega eru ástæðurnar fyrir því að landið er einangrað, kalkskortur í jarðvegi og svalt lo...

category-iconNæringarfræði

Hvað þarf mörg grömm af ferskum fiski til að búa til 100 grömm af harðfiski?

Ef miðað er við ýsu þá er örstutta svarið að það þarf um það bil 1,1 kg af ferskum óslægðum fiski upp úr sjó til að búa til 0,1 kg (100 g) af ýsuharðfiski. Tölurnar eru svipaðar fyrir ýsu og þorsk en gætu litið öðruvísi út fyrir aðrar fisktegundir og aðrar gerðir af harðfiski. Það eru til allnokkrar leiðir til ...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður svona hvasst undir fjöllum t.d undir Hafnarfjalli? Það er rétt að í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Segja má að ástæðan sé tvíþætt. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður ofnæmi?

Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það?

Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni. Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...

category-iconHeimspeki

Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur?

Öll þekking okkar á veröldinni virðist byggja á skynjun. En einhvers konar þekkingar er þörf til að meta það áreiti sem skynfærin bera okkur og vinna úr því eiginlega skynjun sem hugsað og talað verður um. Þá virðumst við stödd í vítahring þar sem skynjun byggir á þekkingu og þekking á skynjun. Þann vítahring má b...

category-iconVísindi almennt

Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Er það rétt að Darwin hafi sett kenningu sína fram, en seinna afneitað henni á þeim grundvelli að hún sé guðlast og röng, vegna eigin trúarskoðana?Svarið er nei; þetta er ekki rétt. Þróunarkenningin eins og við þekkjum hana var upphaflega sett fram í fyrirlestri í L...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var vísindakonan Marie Curie og hverjar voru helstu uppgötvanir hennar?

Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún hlaut tvisar sinnum Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Rannsóknir hennar voru sannkallað brautryðjendastarf varðandi eiginleika frumefna og þróun og nýtingu kjarnorku. Marie Curie, eða Maria Sklodowska ein...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?

Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum?

Harði diskurinn og disklingar tilheyra svokölluðu ytra minni í tölvu. Ytra minnið geymir gögn, forrit og næstum allt það sem á að varðveita eftir að slökkt hefur verið á tölvunni. Á hörðum diskum og disklingum eru segulsvið og járnseglandi efni notuð til að skrá upplýsingar. Járnseglandi efni hafa þann eiginlei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um stökkmýs?

Stökkmýs tilheyra ættbálki nagdýra (rodentia) og ætt stökkmúsa (Dipodidae) ásamt sprettmúsum (Zapodidae) og birkimús (Sicista betulina). Alls eru tegundir stökkmúsa 33 í 11 ættkvíslum og 5 undirættum. Stökkmýs lifa í eyðimörkum og á hrjóstrugum steppum í Afríku, Asíu og austast í Evrópu. Þær búa oft saman í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um geitunga, þeirra á meðal: Eru vespur og geitungar líklegar til þess að stinga mann á sumrin?Deyja geitungar þegar þeir stinga?Hvað verður um geitunga þegar þeir eru búnir að stinga mann? Hvers vegna ráðast geitungar á fólk?Er hættulegt að verða fyrir geitungastung...

Fleiri niðurstöður