Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2740 svör fundust
Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við?
Það er ekki ljóst hvort spyrjandinn á við gegnheila kúlu eða hola að innan. Málefni segulmagnaðra efna eru verulega flókin, en sum meginatriði varðandi segla eru þó einföld. Meðal annars er ekki hægt að nota þá til að knýja eilífðarvélar því að þeir hlíta lögmálum aflfræðinnar, svo sem þriðja lögmáli Newtons um át...
Hvað felst í trúfrelsi? Er fullt trúfrelsi á Íslandi?
Þegar fjallað er um trúfrelsi sem mannréttindi (hliðstæð við fleiri frelsisréttindi til dæmis málfrelsi, atvinnufrelsi og ferðafrelsi) er að minnsta kosti átt við að mönnum sé heimilt að iðka og aðhyllast hvaða trú sem er, skipta um átrúnað eða hafna öllum trúarbrögðum. Frelsisréttindi takmarkast af réttind...
Getur múkkinn flogið þegar hann sér ekki sjó?
Múkkinn (öðru nafni fýll) getur flogið þótt hann sjái ekki sjó. Sögusagnir um að múkkinn þurfi að sjá sjó til þess að geta flogið verða að öllum líkindum til þegar fýlsungi berst inn á land, í stað þess að lenda á sjónum, og kemst ekki aftur á flug. En fýlsungi nýskriðinn úr hreiðri er mjög líkur fullorðnum f...
Hvað er UML?
UML™ (Unified Modeling Language) er mál sem notað er til þess að lýsa hugbúnaði. Notkun UML við hugbúnaðargerð má líkja við notkun teikninga við húsbyggingar. Áður en forritun hugbúnaðar hefst eru gerð líkön til að kaupandi og hönnuðir geti áttað sig betur á virkni hugbúnaðarins, hvernig best sé að hanna hann ...
Hvernig fara skuldsett kaup á fyrirtækjum fram?
Talað er um skuldsett kaup á fyrirtæki (e. leveraged buyout) þegar kaupendur leggja ekki fram nægt eigið fé til að kaupa allt hlutafé þess á markaðsvirði. Til að greiða fyrri eigendum fyrir hlutaféð þarf því að koma til lánsfé. Ýmist taka kaupendurnir sjálfir lán eða þeir láta fyrirtækið sem þeir voru að eignast t...
Af hverju gáfuð þið út bók?
Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...
Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?
Það lagaumhverfi sem aðstandendur útihátíða búa við er á víð og dreif samkvæmt niðurstöðu skýrslu sem starfshópur á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis vann að. Þær reglur sem eiga við um útihátíðir eru meðal annars reglugerð um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Um eðlilega starfshæ...
Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann? Er hann fallegur að sjá? Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sæhesta? kemur fram við hvaða umhverfisskilyrði sæhestar (af ættinni Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt) þ...
Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?
Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...
Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?
Adamsepli er annað nafn yfir barkakýli sem er efsti og gildasti hluti barkans og tengir saman kok og barka. Barkakýlið er úr brjóski og á hálsi karlmanna skagar það oft út. Heitið Adamsepli á rætur að rekja til seinni tíma útskýringar á fyrstu bók Móse. Útskýringin hljómar þannig að skilningstré góðs og ills ha...
Hvað er hortittur í bragfræði?
Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...
Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?
Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt, svokallaðan hátekjuskatt. Skatturinn fellur á þá einstaklinga sem hafa meira en 4.191.686 kr. í tekjuskattstofn eða þau hjón sem hafa tekjuskattsstofn umfram 8.383.372 kr. Hátekjuskattur vegna tekna á...
Hvað er múmía?
Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...
Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir mál...
Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...