Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 962 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?

Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirr...

category-iconBókmenntir og listir

Hver kom inn um baðherbergisgluggann?

Það eru væntanlega ýmsir sem hafa farið inn um baðherbergisglugga en eitt af lítt þekktari Bítlalögum er She Came in Through the Bathroom Window. Paul McCartney samdi lagið, þó John Lennon sé titlaður meðhöfundur. Það er að finna á plötunni Abbey Road sem kom út árið 1969 og er hluti af syrpu af hálfkláruðum lögum...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?

Upprunalega spurningin var: Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu? Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á v...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?

Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Þorbjörn Sigurgeirsson og fyrir hvað er hann þekktastur?

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1917. Hann lést í Reykjavík af völdum hjartabilunar hinn 24. mars 1988. Þorbjörn gekk í farskóla eins og þá var títt í sveitum en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann lauk þaðan stúdentsprófi árið 1937 með frá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?

Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...

category-iconLandafræði

Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?

Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...

category-iconHeimspeki

Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt?

Elstu menningarþjóðirnar, Forn-Egyptar, Majar, Kínverjar og Súmerar, virðast hafa haft hugtakið "núll", en sérstakt tákn var þó ekki notað fyrir það nema stundum til að gefa til kynna eyðu á milli annarra tölustafa. Fyrsta notkun á tölustafnum "0" (það er samsvarandi tákni) á sama hátt og hann er notaður í dag kem...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...

category-iconHeimspeki

Hvenær verður teinn að öxli?

Þessa spurningu má skilja á mismunandi vegu. Til dæmis ræðst það af því hvernig orðin teinn og öxull eru túlkuð. Sumir telja til dæmis að sverleiki ráði því hvort sívalningur kallast öxull eða teinn. Spurningunni um hvernig greina skuli öxla frá teinum með tilliti til sverleika hefur verið svarað hér af Ólafi Páli...

category-iconBókmenntir og listir

Er Hagrid í Harry Potter-bókunum til í grískri eða rómverskri goðafræði?

Robbie Coltrane sem Hagrid Mörg nöfn og hugmyndir í Harry Potter-bókunum eftir J.K. Rowling eru upprunnar í grískri og rómverskri goðafræði. Þar má nefna Hermione, ugluna Hermes, húsvörðinn Argus Filch, Alastor Moody og Sibyll Trelawney sem bera nöfn úr grískri goðafræði auk þess sem hinn þríhöfða hundur Fluff...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni hugtaksins heilagur andi?

Að kristnum skilningi er heilagur andi andi Guðs og er uppruna hugtaksins heilagur andi að finna í Biblíunni. Í Gamla testamentinu er litið á anda Guðs eða heilagan anda sem mátt eða kraft frá Guði. Hann er nefndur í sköpunarsögunni: “Andi Guðs sveif yfir vötnunum" (1. Mósebók 1.2) og í einum Davíðssálmi segir: “F...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætir þú sagt mér eitthvað um tasmaníudjöfulinn?

Tasmaníudjöfull (Sarcophilus harrisi, e. Tasmanian devil) er pokadýr sem eingöngu lifir á eyjunni Tasmaníu suður af Ástralíu. Hann sker sig nokkuð frá öðrum núlifandi pokadýrum þar sem hann minnir um margt á lítið bjarndýr. Tasmaníudjöfullinn er eini núlifandi fulltrúi meðalstórra ránpokadýra eftir að tasmaníutígu...

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?

Platon er einn áhrifamesti hugsuður sögunnar og kenningar hans hafa haft gífurleg áhrif á fjölda heimspekinga, vísindamanna, listamanna og annarra, jafnvel á kristnina og íslamska hugsun. Heimspekingurinn Alfred North Whitehead sagði eitt sinn að saga vestrænnar heimspeki væri ekkert annað en röð neðanmálsgreina v...

Fleiri niðurstöður