Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaðan kemur orðið snuð?
Orðið snuð er leitt af sögninni snuða 'leika á, gabba, pretta' sem tekin var upp í íslensku á 18. öld úr dönsku snyde í sömu merkingu. Orðið snuð er innlend myndun og er ekki gamalt í málinu í þessari merkingu. Eldri er merkingin 'prettur, gabb' sem dæmi eru um að minnsta kosti frá því á fyrri hluta 19. aldar. ...
Hvernig er orðatiltækið að 'berja í brestina' tilkomið og hvað merkir það.
Orðasambandið að berja í brestina er notað um tvennt. Í fyrsta lagi er merkingin 'afsaka eða breiða yfir galla einhvers', til dæmis „Móðirin reyndi alltaf að berja í brestina þegar sonur hennar átti í hlut.” Í öðru lagi er merkingin 'reyna að gera gott úr einhverju', til dæmis „Stjórn félagsins reyndi að berja í b...
Hvaðan kemur olían og klárast hún einhvern tímann?
Jarðolía myndast úr plöntu- og dýraleifum sem safnast saman á sjávarbotni. Fyrir tilstuðlan gerla og hvata, þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs taka leifarnar ýmsum efnabreytingum og verða með tímanum að olíu. Olían er takmörkuð auðlind. Nú er talið að í jörðu séu um 1.000 milljarðar tunna en það samsvara...
Hvaðan fær Hvammstangi nafn sitt?
Hvammstangi. Hvammstangi er kauptún við austanverðan Miðfjörð í V-Húnavatnssýslu. Það er byggt við samnefndan tanga úr Hvammslandi, landi jarðanna Kirkjuhvamms og Syðsta-Hvamms, en stórir hvammar eru í hlíðum Vatnsnesfjalls ofan kaupstaðarins. Tanginn er rétt norðan við Hvammsána og er eini eiginlegi tanginn...
Hvað merkir "kíg" hjá þeim sem eru með kíghósta?
Orðið kíghósti er til í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar. Það er tökuorð úr dönsku 'kighoste' en í dönsku merkir sögnin kige að ‘hósta með soghljóði, anda þungt’. Fyrri liðurinn er skyldur enska orðinu cough 'hósta'. Náskylt danska orðinu er einnig þýska orðið Keuchhusten í sömu merkingu og kíghó...
Stundum er sagt að einhver sé óprúttinn, en er þá líka hægt að vera prúttinn?
Lýsingarorðið prúttinn hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar er það notað um þann sem er hneigður til að prútta og hins vegar um þann sem er grandvar og er því vel hægt að vera prúttinn án þess að því fylgi niðrun. Í síðari merkingunni er orðið þó oftast haft með neitun, ekki prúttinn eða óprúttinn. Hér gæti...
Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?
Skáldsagan um ævintýri Róbinson Krúsó var gefin út árið 1719 og er eftir rithöfundinn Daniel Defoe (1660-1731). Sagan naut strax mikilla vinsælda og flestir þekkja nafnið hans Róbinson Krúsó enn í dag þó að það séu kannski ekki margir sem hafa lesið söguna um hann. Upphaflega hét sagan: The Life and Strange Surpri...
Hvað er langt í að ósonlagið þynnist það mikið að það verði hættulegt að vera úti?
Óson er sameind sem gerð er úr þremur súrefnisfrumeindum og myndast í andrúmsloftinu þegar súrefnisfrumeind (O) sameinast súrefnissameind (O2) eins og lesa má um í svari Ágústs Kvarans við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? Óson myndast á náttúrulegan hátt og...
Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er þekjuvefur? Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Hvernig væri heimurinn ef allir væru heyrnarlausir?
Ímyndum okkur plánetu í fjarlægum hluta alheimsins þar sem búa viti bornar geimverur. Þær eru ekki alls ósvipaðar okkur mönnunum en það er eitt sem greinir þær frá okkur: Þær eru heyrnarlausar. Hvernig ætli þeirra heimur sé? Þar sem verurnar eru viti bornar hljóta þær að tjá sig með einhverjum hætti. Það gæti veri...
Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?
Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...
Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?
William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of R...
Hvers vegna fá konur hárlos skömmu eftir fæðingu?
Fjöldi höfuðhára er yfirleitt á bilinu 100.000 til 150.000. Við venjulegar kringumstæður eru um 90% af hárinu á höfði manns að vaxa á hverjum tíma og um 10% í dvala eða hvíld. Hvíldin getur staðið í tvo til þrjá mánuði en að lokum losna hárin sem voru í dvala og falla af en ný hár taka að vaxa í þeirra stað. Áætla...
Af hverju fljóta hlutir?
Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...
Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?
Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...