Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað er hollt mataræði?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?

Heiti sjúkdómsins Acute Disseminated Encephalomyelitis mætti þýða sem bráða, dreifða heila- og mænubólgu, en hann verður kallaður ADEM hér. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu í heila og mænu og er hann ástæðan fyrir allt að þriðjungi greindra tilfella af heilabólgu (e. encephalitis). Sjúkdómseinkennin sem fylgj...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp dans?

Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...

category-iconHeimspeki

„Því meira sem ég læri því betur geri ég mér grein fyrir því hve lítið ég veit.“ Hvaða heimspekingur sagði eitthvað á þessa leið?

Ef til vill er heimspekingurinn sem um ræðir Sókrates en hann mun hafa sagt að hann vissi það eitt að hann vissi ekkert. Þess ber að geta í upphafi að sumir fræðimenn vilja fara varlega í sakirnar þegar rætt er um hinn sögulega Sókrates enda skildi Sókrates ekki eftir sig nein rit og við þekkjum hann best sem pers...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru mislingar?

Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til ...

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?

Hér er einnig svarað spurningum um svipað efni: Hvers vegna geta ákveðnar tilfinningar, svo sem vonbrigði eða örvænting, framkallað líkamlega verki? Af hverju fær maður verk í hjartað ef maður er sorgmæddur ef hjartað tengist ekkert tilfinningum? Í sálfræði og öðrum greinum er stundum gerður greinarmunur á ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru kakkalakkar á Íslandi?

Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hef...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig fæðir fólk börn?

Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr. Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er inflúensa?

Inflúensa er bráð veirusýking sem orsakast af inflúensuveirum A og B og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er 10-40% og vara faraldrar gjarnan í 5-10 vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B, en báðar tegundir geta greinst í faraldri. Einkenni Dæmi...

category-iconTölvunarfræði

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?

Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“. Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis ...

category-iconFornfræði

Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?

Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður? Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?

Allir varðveittir grískir skopleikir eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Ekki er vitað með vissu hver uppruni grískrar leiklistar er og engar haldbærar skýringar eru á nafni skopleikja (kómoídía hugsanlega af orðinu komazein, að ærslast). Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. He...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er kulnun í starfi og hvað er helst til ráða?

Hugtakið kulnun í starfi, út-bruni (burn-out) kom fram í kringum árið 1974. Á undanförnum áratugum hefur verið mikil gróska í rannsóknum á kulnun í starfi og margar greinar birst um það efni. Það hefur þó staðið rannsóknum nokkuð fyrir þrifum að kulnun í starfi hefur verið skilgreind á nokkra mismunandi vegu, og e...

category-iconNæringarfræði

Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?

Til að fá sem flest næringarefni og sem hagstæðasta orku fyrir líkamann þarf mataræðið fyrst og fremst að vera fjölbreytt. Orkuefni líkamans eru fita, kolvetni og prótín og er orkan mæld í einingunum kJ (kílójúl) eða kcal (kílókaloríur eða hitaeiningar). Orkuþörf einstaklinga er háð aldri, kyni, stærð og þeirr...

Fleiri niðurstöður