Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2595 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar eru öll tunglsýnin geymd?

Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu. ...

category-iconLandafræði

Hvenær verða Íslendingar ein milljón?

Eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? eru notaðar svokallaðar mannfjöldaspár til þess að áætla hversu margir muni búa á tilteknu svæði, landi, heimsálfu eða heiminum öllum á næstu árum og áratugum. Í þessum spám er gengið út frá ákveðnum forsendum um f...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Etna síðast?

Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?

Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...

category-iconLæknisfræði

Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?

Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála?

Helen Keller er um margt merkileg kona. Hún fæddist 27. júní árið 1880 í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Þegar hún var einungis 19 mánaða gömul veiktist hún hastarlega og í kjölfarið varð hún daufblind, það er bæði blind og heyrnarlaus. Með aðstoð Alexanders Grahams Bells fékk Keller kennara árið 1887. Kona að n...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað?

Freyja Birgidóttir er dósent í þroskasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Hennar meginrannsóknarefni fjallar um þróun málþroska og læsis frá leikskólaaldri til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, eins og til dæmis námsáhugahvöt og getu barna til þess að stýra hugsun sinni og hegðun....

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?

Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fj...

category-iconLæknisfræði

Er COVID-19 nokkuð hættulegri en inflúensan?

Upprunalegu spurningarnar tvær voru þessar: 1) Ágúst: Maður hefur heyrt mikið frá fólki að COVID-19 sé ekkert hættulegri heldur en inflúensan og það eigi bara að láta faraldurinn ganga yfir. Eru til einhver samanburður á milli, sem er hægt að vísa í, takk fyrir? 2) Sigríður: Hversu margir látast úr árvissri flensu...

category-iconJarðvísindi

Í hvað er hægt að nýta gjósku sem kemur úr eldgosum á Íslandi?

Gjóska, einkum gjall og vikur, er verðmætt jarðefni sem notað er við vegagerð og húsbyggingar, svo að dæmi séu nefnd. Súr vikur er afbragðs einangrunarefni vegna þess hversu frauðkenndur og léttur hann er. Súr vikur úr gosi í Snæfellsjökli fyrir um 1800 árum (Sn-1), úr Heklugosi fyrir um 3000 árum (Hekla-3) og Kõt...

category-iconFélagsvísindi almennt

Ef samkynhneigður maður í sambandi með öðrum karlmanni breytir um kyn, hættir þá hinn aðilinn að vera hommi?

Það að beina sjónum að maka, og nánar tiltekið kynhneigð maka, þeirra sem fara í kynskiptaaðgerð, er satt að segja harla einkennileg og gátukennd aðferð. Sannarlega eru dæmi um að fólk sem fer í kynskiptaaðgerð eigi sambönd eða hjónabönd að baki og því má alveg eins spyrja hvort kona sem gift er karlmanni sem síða...

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?

Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Hvenær hætta typpi að stækka? Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu? Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?

Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...

category-iconHugvísindi

Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólar urðu til í Grikklandi hinu forna. Í Aþenu, þaðan sem flestar heimildir okkar eru, er að minnsta kosti ljóst að einhverjir skólar voru komnir til sögunnar snemma á 5. öld f.Kr. þegar gullöld borgarinnar var að hefjast. Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, ...

Fleiri niðurstöður