Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2488 svör fundust
Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?
Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...
Hvað er DAFO-greining?
Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði. Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, for...
Hvar er Páskaeyja?
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...
Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?
Orðið fóstri var í fornu máli bæði notað um þann sem tók einhvern í fóstur og þann sem var í fóstri hjá einhverjum. Sama gilti um orðið fóstra. Það var bæði notað um konuna sem tók einhvern í fóstur og stúlku sem tekin var í fóstur. Í nútímamáli virðist merkingin ‘fósturfaðir’ og ‘fósturmóðir’ ríkjandi í orðunum f...
Hvað getur minkur verið lengi í kafi?
Minkur (Mustela vison) hefur aðlagast vel að lífi nálægt vötnum og við sjó. Erlendis heldur hann nær alfarið til við vötn vegna samkeppni við aðrar dýrategundir, svo sem rauðref og stóra ránfugla, sem ráða ríkjum á þurrlendi. Hér á landi heldur hann einnig til við stöðuvötn, straumvötn og nálægt sjó en leitar l...
Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?
Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...
Hver eru fimm algengustu fornöfnin í íslensku?
Samkvæmt rannsókn sem gerð var á vegum Orðabókar Háskólans og birtist í Íslenskri orðtíðnibók 1991 (bls. 606) eru fimm algengustu fornöfnin það, hann, ég, hún, þessi. Orðmyndin það veldur erfiðleikum í greiningu þar sem hún getur bæði verið persónufornafn og ábendingarfornafn í 3. persónu eintölu. Sá munur er ...
Hvar í heiminum lifir glókollur?
Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...
Hvað getur ísbjörn hlaupið hratt?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ekki kunnir fyrir mikil langhlaup þar sem þeir ofhitna auðveldlega enda hafa þeir þykkan feld og eru oftast með þykkt fitulag að auki. Engu að síður geta þeir verið snarir í snúningum þegar svo ber undir, sérstaklega þegar þeir þurfa að taka stutta og kröftuga spretti að bráð. ...
Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?
Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...
Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar eins og COVID-19 breiðast út?
Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um það hvenær COVID-19-faraldurinn nái hámarki sínu á Íslandi og hvernig slíkt sé reiknað út. Hér er eftirfarandi spurningu svarað: Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar breiðast þegar faraldur eða heimsfaraldur gengur yfir? Hvernig er það gert? Þetta er athyglisverð spu...
Hvernig er dýralífið í Marokkó?
Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...
Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?
Sígaunar (einnig kallaðir Rómafólk) eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaun...
Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?
Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...
Hvað er ebóluveiran?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni, útbreiðsla og möguleg lækning gegn Ebóluveirunni? Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi. Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru. Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Ko...