Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3957 svör fundust
Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?
Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vax...
Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?
Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...
Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn. Mig langar að vita hvort þið kannist við orðatiltækið "kálfshár og fífa." Amma mín heitin notaði þetta alltaf ef börn voru í slæmu skapi. "Það er kálfshár og fífa í honum/henni." Ég finn engar upplýsingar um þetta á Netinu og mig leikur forvitni á að vita...
Hvaðan merkir orðatiltækið allt kemur fyrir ekki?
Orðasambandið allt kemur fyrir ekki er notað í merkingunni 'eitthvað er árangurslaust', það er sama er hvað gert er, það kemur að engu gagni. Ekki er hér forn hvorugkynsmynd fornafnsins enginn en í stað þess er nú notuð myndin ekkert. Ekki beygðist til forna:nf.ekkiþf.ekki þgf.enguef.einkis/einskis ...
Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?
Í stuttu máli má segja að vísindalegar kenningar séu staðhæfingar sem eru settar fram af vísindamönnum til að lýsa eða skýra eitthvert fyrirbæri í veröldinni. Slíkar kenningar eru síðan prófaðar, til dæmis með því að gera tilraunir eða athuganir á því sem um er að ræða. Mjög einfalt dæmi um vísindalega kenningu er...
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...
Hvaðan kemur orðatiltækið 'þetta reddast' og hvenær var það fyrst notað?
Sögnin að redda ‛bjarga, leysa úr klípu’ er fengin að láni úr dönsku redde í sömu merkingu. Hún er ekki gömul í málinu. Elsta dæmi í söfnum Orðbókar Háskólans er frá því um aldamótin 1900. Heldur yngra er nafnorðið reddari ‛sá sem leysir einhvern úr klípu, bjargar einhverjum’. Ekki er ólíklegt að bæði ...
Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?
Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á ...
Af hverju svitna hundar ekki en kæla sig í gegnum tungu og öndunarveg? Geta þeir svitnað á þófunum?
Á meðal dýra sem hafa jafnheitt blóð (e. endothermic) þekkjast tvær gerðir kirtla sem seyta efnum á yfirborð húðar. Önnur gerðin nefnist svitakirtlar, á ensku eccrine glands. Hin gerðin kallast fráseytnir kirtlar (apocrine glands). Svitakirtlar eru dreifðir um allan líkamann hjá nokkrum tegundum spendýra þar á ...
Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?
Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar ...
Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu?
Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina N2O5 sem brotnar niður í NO2 og O2 við herbergishita. Þessu má lýsa með efnajöfnunni:N2O5 --> NO2 + O2Þar sem N2O5 brotnar niður er þ...
Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?
Það getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt en það er sjaldgæft. Til að svara spurningunni verðum við fyrst að ákveða hvaða sunnanáttir á að telja. Stundum hagar til dæmis þannig til að Reykjavík er í skjóli Esjunnar þegar norðanátt er ríkjandi á Vesturlandi. Átt getur þá verið breytileg á höfuðborgarsvæðin...
Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?
Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum". Forseti Ísland...
Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð?
Sápufroðan er að mestu leyti loft, með þunnum vökvaveggjum á milli sem hólfa loftið af. Ljósgeislar sem falla á froðuna speglast margoft á leið sinni inn í froðuna og síðan út aftur, óháð öldulengd (lit). Við þessa margspeglun (margfalda stefnubreytingu) týnast upplýsingar um úr hvað átt ljósið kom, svo froðan var...
Hvað er hægt að kafa djúpt með venjulegum loftkúti?
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er núverandi heimsmet í köfun 133 metrar. Metið settu bandarísku kafararnir John J. Gruener og R. Neal Watson við Bahamaeyjar 14. október 1968. Kafarinn Bret Gilliam segist hafa kafað fjórum metrum dýpra árið 1990 við strönd Hondúras og Daniel J. Manion fullyrðir að hann hafi komist ...