Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4604 svör fundust
Af hverju er rauður litur jólanna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...
Hvað er geðveiki?
Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislanga...
Hvað eru kristileg gildi og hver er munurinn á þeim og gildum annarra trúarbragða?
Þegar ræða á hver sé munurinn á kristilegum gildum og gildum annarra trúarbragða vakna ýmsar aðrar spurningar. Hvað eru kristileg gildi? Eru til einhver sérstök kristileg gildi? Eru þau frábrugðin gildum annarra trúarbragða? Í viðleitni okkar til að svara þessum spurningum er gott að hafa hugfast að siðakenning...
Hvaða munur var á vísindalegri hugsun í Kína og á Vesturlöndum fyrr á öldum?
Fram að vísindabyltingu Vesturlanda á 17. öld voru Kínverjar að öllum líkindum fremstir meðal þjóða heimsins í vísinda- og tækniþróun. Vísi að vísindalegri nálgun til að skilja og skýra hræringar veraldarinnar var þegar að finna í Kína á síðustu öldum fyrir Krists burð og hafði hún þróast út frá ævafornu forspárke...
Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti fors...
Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?
Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...
Hvað er 12 mínútna hlaupapróf og hvernig er það framkvæmt?
Stutta svarið við spurningunni er þetta: Svonefnt 12 mínútna hlaupapróf nefnist líka Cooper-hlaupapróf og leggur á einfaldan hátt mat á hámarks súrefnisupptöku fólks. Prófið getur gagnast unglingum og ungu fólki ágætlega en hentar verr eldri borgurum, ýmsum sjúklingahópum og þeim sem hafa skerta hlaupagetu. All...
Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?
Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...
Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?
Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...
Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef aðdráttarafl jarðar er svo kröftugt að það afmyndar mánann (gerir hann egglaga) er þá ekki máninn smátt og smátt að nálgast jörðina?Það er rétt að tunglið eða öllu heldur dreifing massans í því er lítið eitt ílöng í stefnu línunnar milli jarðar og tungls. Það hefur auk þess ...
Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons?
Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Annað lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu á han...
Er biblían „orð Guðs” samkvæmt kenningum hinnar íslensku þjóðkirkju?
Biblía er grískt orð og þýðir „bækur”. Biblían telur líka margar bækur eða alls 66, og raunar 77 ef apókrýfar-bækur Gamla testamentisins eru taldar með. Þessar bækur eru frá mörgum mismunandi tímum og eru mjög fjölbreyttar að innihaldi. Kristnir menn skipta Biblíunni í tvo hluta, Gamla testamentið annars vegar og ...
Hvað er raunverulegt?
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvað er raunverulegt og hver getur ákveðið hvað er raunverulegt og hvað ekki?Orðið raunverulegt er gjarnan notað yfir allt sem er til og það sem er ekki til er þá ekki raunverulegt. Þetta dugar þó skammt sem svar við spurningunni enda liggur þá beint við að spyrja “Hvað er til?”....
Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?
Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...
Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?
Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...