Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2055 svör fundust
Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs?
Upphaflega spurningin var: Hversu mikið má kæla bjór áður en hann byrjar að frjósa? Er einhver formúla fyrir því (sem tekur tillit til hitastigs og vínanda)? Einfalda svarið er að bjór er að miklu leyti vatn (um 90-93%) og því hegðar hann sér að mestu eins og það. Við venjulegar aðstæður frýs vatn við 0°C og bjó...
Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?
Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...
Hvað er þjóðkirkja?
Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...
Hvaða örverur eru í bjór?
Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...
Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?
Í seinni heimsstyrjöldinni urðu allmargir mannskaðar á íslenskum skipum en þá var einnig tími mikilla tækifæra því skortur var á sjávarafurðum á Bretlandseyjum og Íslendingar fengu hátt verð fyrir fisk. Sömuleiðis þurftu bandamenn að hafa tryggar flutningaleiðir fyrir herlið þeirra hérlendis og því var hægt að haf...
Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?
Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...
Komu margir ísbirnir með hafísnum 1918?
Hér er að finna svar við spurningunni: Hversu margir ísbirnir fylgdu hafísnum 1918, hvar komu þeir á land og hvað varð um dýrin? Veturinn 1917-18 var sá kaldasti á Íslandi á síðustu öld og það sem af er þessari öld. Frostið í Reykjavík fór niður fyrir 20 stig en það hefur sjaldan gerst og aldrei eftir 1918....
Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?
Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...
Hvað hafa orðið mörg gos í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi á sögulegum tíma og nútíma og hvaða ár urðu þessi gos?
Eldstöðvakerfi kennt við Eyjafjallajökul nær yfir jökulinn sjálfan og fjalllendið sem hann situr á. Gos í eldstöðvakerfinu hafa verið fátíð og öll þekkt gos fremur lítil. Erfitt hefur reynst að tímasetja hraunin sem liggja hátt. Þau eru jarðvegsvana, og í mörgum tilvikum hefur jökulhlaup farið yfir þau eða jökull ...
Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?
Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...
Hvenær varð íþróttin körfubolti til?
Körfubolti var fundinn upp árið 1891 af kanadíska kennaranum James Naismith sem bjó og starfaði í Bandaríkjunum. Naismith kom fram með hugmyndina að körfubolta í kjölfar þess að yfirmaður íþróttadeildar skólans sem hann starfaði við auglýsti eftir íþrótt sem þjálfa mætti að vetrarlagi, í stað ýmist leiðinlegra eð...
Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?
Upphafleg spurning var: Ég hef heyrt að öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien séu að finna í íslensku riti. Eftir hvern er ritið og hvað heitir það? Nöfn persóna í Hringadróttinssögu eru sótt víða en ekki öll á sama stað. Sum eru þannig búin til af höfundi frá grunni, önnur eru sótt í fornenskan men...
Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?
Munurinn á starfsheitunum er sáraeinfaldur: Lögmenn hafa leyfi til að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum en lögfræðingar ekki. Lögfræðingur er einstaklingur sem “hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskó...
Hvað er meltingarvegur í meðalmanni langur?
Meltingarvegurinn nær frá munni og til endaþarms. Í meðalmanni er hann um 9-10 metra langur. Þar af er lengd smáþarmanna um 6 til 7 metrar. Innra yfirborð smáþarmanna er afar stórt. Smáþarmarnir liggja í fellingum og fellingarnar eru þaktar þarmatotum. Himnur totufrumnanna liggja einnig í fellingum. Innra yfirbor...
Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?
Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...