Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2400 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?

Hér er einnig svarað spurningunni Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði? Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur. Á einum mánuði kemst ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?

Sjónin er óneitanlega eitt mikilvægasta skynfæri mannsins og það sem við reiðum okkur mest á í daglegu lífi. Skynjun er hins vegar afar flókið og viðamikið ferli og erfitt getur reynst að útskýra alla þá þætti sem þar koma við sögu. Hér mun hins vegar reynt að setja fram á einfaldan hátt hvað það er sem gerist þeg...

category-iconVísindavefur

Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?

Sólin okkar varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára. Sólin er gríðarstór og er orkuforði hennar nægjanlegur til þess að hún skíni skært næstu fimm milljarða ára eða svo. Þegar kemur að endalokunum mun sólin í fyrstu umbreyta helíni í þyngri frumefni á borð við kolefni, nitur og súrefni og þenjast við það út. Þega...

category-iconFornleifafræði

Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?

Árið 1993 rak Þórarinn Þórarinsson arkitekt augun í áletrun í klöpp á Þingvöllum, þar sem gengið er út á Spöngina sem er á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Áletrunin var uppljómuð í kvöldsólinni en reyndist þó skófum vaxin og máð og gekk því illa að lesa úr stöfunum. Mynd sem sýnir sykri stráða áletrunina á...

category-iconLífvísindi: almennt

Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?

Við lifum á ísöld en ekki á kuldaskeiði heldur á hlýskeiði. Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís. Jöklar eru nú í fjöllum í öllum heimsálfum, miklar jökulbreiður eru á Grænlandi og Suðurskautslandinu og Norður-Íshafið er hulið ís. Um 10% af yfirborði jarðar eru þakin jö...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? er fjallað um mismunandi gerðir jarðskjálfta eftir flekasamskeytum. Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?

Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð. Tvær tegundir af bra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið bragð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan. Orðið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir? Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grei...

category-iconJarðvísindi

Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið? Hve stór eru þau? Hefur tíðni gosa úr honum verið reiknuð? Í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls hafa orðið um 20-25 gos frá nútíma, það er á tímabilinu eftir að ísöld lauk fyrir um 11.500 árum. Á sögulegum tíma, eftir að menn settust hér að, h...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?

Líklegast er að steinar sem berast til jarðar frá Mars hafi þeyst frá yfirborði reikistjörnunnar við árekstra stórra loftsteina. Við stærstu árekstra þeytist efni upp í loftið með nægum hraða til að losna frá þyngdarsviði Mars og fara á sporbaug um sólu. Mikið er um stóra loftsteinagíga á yfirborði Mars og því er ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?

Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...

category-iconVísindavefurinn

Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?

Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísin...

Fleiri niðurstöður