Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er fuglaflensan búin að vera til lengi?
Fuglaflensa hefur verið mikið í fréttum undanfarin misseri en er þó ekkert nýtt fyrirbæri þó umræða um hana sé mikil þessa dagana. Veirur sem valda flensu í fuglum hafa sjálfsagt verið til mjög lengi, rétt eins og veirur sem valda flensu í mönnum. Það er hins vegar sjaldgæft að fuglaflensuveirur smiti menn og þega...
Hvernig dó Alexander mikli?
Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...
Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni en ekki með evrópsku púmunni? Flórída-púman (Puma concolor coryi) er ein af 30 deilitegundum púmunnar eða fjallaljónsins. Áður fyrr náði útbreiðsla hennar um gjörvöll suðausturríki Bandaríkjanna og vestur til ...
Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...
Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?
Tilraunasálfræði er sú undirgrein sálfræði sem beitir tilraunaaðferð náttúruvísinda til að rannsaka huga, heila og hegðun manna og jafnvel dýra. Með tilraunum er átt við kerfisbundnar raunprófanir þar sem reynt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo hægt sé að álykta um orsakasamband milli þeirra breyta sem skoða ...
Hvað getið þið sagt mér um Pan?
Samkvæmt grískri goðafræði var Pan sveitaguð, þó sérstaklega guð dýrahirða. Nafn hans er líklega stytting á orðinu paon sem merkir 'hirðir'. Í rómverskri goðafræði var til hliðstæður guð, og hét hann Fánus. Pan er yfirleitt sagður sonur guðsins Hermesar, sem meðal annars var guð fjár- og kúahirða. Móðir hans v...
Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir?
Rafmagnsgítar er gítargerð þar sem tónninn er magnaður upp með rafseglum sem nema truflanir í segulsviði sem strengirnir valda þegar þeir sveiflast. Ólíkt venjulegum gítörum þjónar því kassi rafmagngítars ekki þeim tilgangi að magna upp hljóð og því getur lögun hans verið með ýmsu móti. Rafmagnsgítar náði fyr...
Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um púðursykur og brauð. Fleiri spyrjendur voru: Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar ...
Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?
Það er engin leið að segja til um hversu margir búa nákvæmlega í Kína, ekki frekar en það er hægt fyrir flest önnur lönd. Í fámennu vestrænu landi eins og okkar er það kannski ekki ýkja flókið að halda utan um upplýsingar um fólksfjölda en samt sem áður getum við ekki vitað upp á hár hversu margir búa hér á landi ...
Af hverju er gull svo verðmætt?
Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fe...
Af hverju eru til mörg tungumál?
Það er ágætis spurning af hverju tungumálin eru mörg en ekki bara eitt. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að við mennirnir búum til tungumálið. Það ekki eðlislægt samband á milli hljóðmyndar eða orðs og þess fyrirbæris sem vísað er til. Það er til dæmis ekki sjálfgefið að hljóðmyndin stóll vísi til fyrirbærisin...
Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?
Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð...
Hvaða litlu, svörtu pöddur eru þetta sem sjást oft flögrandi um innandyra?
Erfitt er að greina skordýr útfrá skrifaði lýsingu einni saman, en líklega er þarna um að ræða húsamaur (Hypoponera punctatissima). Hann tilheyrir ættbálki æðvængja (Hymenoptera). Húsamaur er tiltölulega nýlegt meindýr hér á landi. Hans varð fyrst vart í gróðurhúsi árið 1956 og sást síðan ekki fyrr en 1974 þega...
Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?
Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum. Þeir sem rannsaka vettvang glæpa v...
Hvers vegna eru skýin hvít?
Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós. Vatnsdropar og ískristallar...