Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 282 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?

Öll spurningin hljóðaði svona: Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu? Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þess...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Indland og höfuðborg þess?

Indland er í lýðveldi í Suður-Asíu, en það fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Heildarflatarmál Indlands er 3.287.590 km2 sem er heldur minna en þegar landið var undir stjórn Bretlands. Búrma, sem nú kallast Mjanmar, klofnaði frá Indlandi árið 1937 og Pakistan skildi sig frá landinu árið 1947. Árið 1971 klofnaði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?

Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta. Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?

Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?

Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?

Fáar dýrategundir eru jafn frjósamar og atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua). Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hrogna í eggjasekk þorskhrygnu er á bilinu 4-7 milljónir. Eggjasekkurinn gengur einnig undir nöfnunum hrognasekkur, hrognabuxur og hrognabrækur. Eftir hrygningu yfirgefur hrygnan eggin. Þau fljóta síðan rét...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?

Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er helsta fæða ljóna?

Ljónið (Panthera leo) er topprándýr (e. apex predator) en svo kallast þær dýrategundir sem eru efst í fæðukeðjunni í hverju vistkerfi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðu og fæðuöflun ljóna, bæði í Afríku og hjá hinu svokallaða asíu-ljóni (Panthera leo persica) en það er smár stofn sem finnst á Indl...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?

Engin leið er til að svara því hvaða mál er talið flóknast í heimi. Tungumál eru byggð misjafnlega upp. Sum eru beygingarmál, önnur beygingarlaus, sum teljast til svokallaðra viðskeytamála, önnur til fjöltengimála. Þeim sem vanist hefur beygingarlausu máli kann að finnast íslenska flókið mál á sama hátt og Íslendi...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?

Hugtakið riddarasögur er notað um veraldlegar frásagnarbókmenntir sem voru þýddar á norræna tungu á miðöldum. Einnig eru til margar frumsamdar riddarasögur en um þær er ekki fjallað hér. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu fjallar Torfi H. Tulinius um riddarasögur. Þar er meðal annars að finna lista yfir þýdd...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi?

Gefum okkur að einn asískur risageitungur af tegundinni Vespa mandarinia japonica slæðist hingað til landsins eins og stundum gerist með framandi skordýr. Það er ólíklegt að hann yrði langlífur. Geitungar eru félagsskordýr og virðast ekki geta spjarað sig eins síns liðs ef þeir flækjast fjarri búi sínu eða búið sk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?

Fyrr á tímum voru mörgæsir mikið veiddar enda auðvelt að ná þeim þar sem þær eru hægfara á landi og forvitnar. Kjötið af þeim var nýtt til matar og sömuleiðis eggin. Fitan var brædd og flutt til Evrópu þar sem hún var meðal annars notuð við sútun á leðri og sem ljósgjafi. Skinn mörgæsanna var svo notað í hatta, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?

Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?

Þær plöntu- og dýrategundir sem lifa villtar á Íslandi eru flestar mjög harðgerðar enda eru sumrin stutt og vetur oft harðir, sérstaklega inn til landsins. Hér finnast almennt færri tegundir en í nágrannalöndum okkar og þó fæða handa minki hér á landi sé stundum heldur minni en annars staðar þá kemur á móti að min...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju drepa minkar bráð sína til gamans?

Minkar (Mustela vison) eru rándýr sem drepa önnur dýr sér til matar. Það atferli minksins sem spyrjandi vísar til kallast afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) en með því er átt við að dýr drepi meira en það þarf í eina máltíð. Orðalagið að „drepa til gamans“ á þess vegna ekki við hér. Fjölmargar...

Fleiri niðurstöður