Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 665 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum þá geta fuglar valdið ofnæmi, bæði bráðaofnæmi og svokölluðu fuglavinafári. En þá vaknar sú spurning hvort fólk geti fengið ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni. Fuglar geta valdið ofnnæmi og koma ofnæmisvakarnir úr fiðrinu eða driti fuglanna. Nokkrar greinar hafa b...

category-iconLífvísindi: almennt

Í hvaða landi eru flest tré?

Skóglendi þekur um 30% af þurrlendi jarðar. Samkvæmt niðurstöðum viðamikils verkefnis sem fólst í að kortleggja þéttleika skóga í heiminum og meta fjölda trjáa er talið að heildarfjöldi trjáa á jörðinni séu um 3,04 billjónir. Áætlað er að í heiminum séu um 3,04 billjónir trjáa, þar af rúmlega 20% í Rússlandi þa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?

Í stuttu máli þá hafa hvítabirnir (Ursus maritimus) á ísöld lifað nálægt ísröndinni rétt eins og þeir gera í dag. Munurinn var aðeins sá að þá náði ísinn miklu sunnar en hann gerir nún. Miðað er við að ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum og skiptist hún í jökulskeið og hlýskeið. Síðasta jökulskeið hófst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?

Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju gefur fólk gjafir um jólin og hvenær varð sá siður almennur?

Jólahald var ekki með sama sniði um alla Evrópu á fyrri öldum. Það var breytilegt í tímans rás eftir löndum, héruðum og kirkjuskipan. Jólagjafir virðast að sumu leyti sprottnar frá hinum fornu rómversku skammdegishátíðum, en þær voru í eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir. Áramót voru víða á miðöldum miðuð við fæð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er sjaldgæfasta risaeðlan?

Það er ómögulegt að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem einu heimildirnar okkar eru steingervingar og þeir segja okkur ekki mikið um stofnstærð einstakra tegunda. Ef við gefum okkur þó að samhengi sé á milli fjölda steingervingafunda og þess hversu algeng tegund var þegar hún þrammaði um jörði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?

Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?

Hreindýr (Rangiferus tarandus) tilheyra ætt hjartardýra (Cervidae). Karldýr nánast allra tegunda hjartardýra skarta hornum[1] en ólíkt hyrndum dýrum í öðrum ættum fella þau hornin á hverju ári og ný vaxa í staðinn. Hreindýr eru þó einstök að því leyti að það eru ekki aðeins tarfarnir sem bera horn heldur kýrnar ei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig virka erfðapróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?

"Íslandít" er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur jár...

category-iconLandafræði

Hversu margir búa í Norður-Kóreu og hvaða aðilar veita upplýsingar um fólksfjölda þar?

Norður-Kórea er eitt lokaðasta ríki jarðar og erfitt er að nálgast traustar upplýsingar um land og þjóð. Það á jafnt við um lýðfræði (svo sem fólksfjöldi, fæðingartíðni, dánartíðni, fólksflutningar og svo framvegis) sem og önnur svið. Upplýsingar um fólksfjölda eru því ekki byggðar á opinberum tölum frá Norður-Kór...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?

Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Með hvers konar andfælum vakna menn upp?

Orðið andfælur (kvk. ft.) merkir 'ofboð' og sambandið að vakna upp með andfælum merkir að 'vakna snöggt og í ofboði'. Sambandið er notað með fleiri sögnum eins og þjóta upp, rjúka upp, hrökkva upp. Andfælur eitt og sér þekkist þegar í upphafi 17. aldar úr lækningabók Odds Oddssonar prests á Reynivöllum og er elsta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til?

Spurningin frá Hlín hljóðaði svona í fullri lengd:Á mínu heimili hefur myndast smá togstreita á milli mín og mannsins míns en ég nota iðulega orðið ristavél en hann tekur það ekki gott og gilt og notar orðið brauðrist. Því spyr ég: Er orðið ristavél ekki til? Margir spyrjendur hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?

Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd: Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til? Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924...

Fleiri niðurstöður