Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða landi eru flest tré?

Jón Már Halldórsson og EDS

Skóglendi þekur um 30% af þurrlendi jarðar. Samkvæmt niðurstöðum viðamikils verkefnis sem fólst í að kortleggja þéttleika skóga í heiminum og meta fjölda trjáa er talið að heildarfjöldi trjáa á jörðinni séu um 3,04 billjónir.

Áætlað er að í heiminum séu um 3,04 billjónir trjáa, þar af rúmlega 20% í Rússlandi þar sem flest tré er að finna.

Einhverjum kynna að detta í hug að flest tré í heiminum væru í Brasilíu þar sem stærsti hluti Amasonregnskógarins tilheyrir Brasílíu. Svo er þó ekki heldur er Rússland með sína miklu barrskóga á toppnum. Rússland er stærsta land í heimi, rúmlega 17 milljón ferkílómetrar að flatarmáli. Af því telst rétt tæplega helmingur vera skógi vaxinn. Áætlað er að fjöldi trjáa í landinu sé um 642 milljarðar eða rúmlega 20% af trjám heimsins. Næst á eftir kemur Kanada með um 318 milljarða trjáa, Brasilía með 302 milljarða, Bandaríkin með 228 milljarða, Kína með 140 milljarða og Kongó með 101 milljarð trjáa. Samtals eru yfir helmingur trjáa í heiminum í þessum sex löndum. Að Kongó undanskildu eru þetta þau fimm lönd sem eru í fimm efstu sætunum yfir stærstu lönd heims að flatarmáli.

Það er kannski ekki óeðlilegt að í löndum sem eru mjög stór að flatarmáli sé að finna mjög mörg tré og skógar þeki stór landsvæði. Þegar við skoðum hins vegar hversu stórt skóglendi er af flatarmáli lands er listinn allur annar og smærri lönd komast á kortið. Súrínam hefur hæsta hlutfall skóga en talið er að yfir 97% af flatarmáli landsins sé skógi vaxið. Önnur lönd þar sem yfir 90% af flatarmáli telst til skóglendis eru Gvæjana, Gabon, Salómonseyjar og Palaú. Þessi lönd eiga það öll sameiginlegt að liggja í hitabeltinu, tiltölulega nálægt miðbaug og aðstæður þar því allt aðrar en til dæmis í Rússlandi og Kanada.

Í Súrínam í Suður-Ameríku þekur skóglendi um 97% af landi. Þar eru um 8 milljarðar trjáa eða um 0,37% af trjám heimsins.

Þrátt fyrir mikinn fjölda trjáa komast Rússland og Kanada heldur ekki á lista yfir þau tíu lönd þar sem fjölbreytileiki trjátegunda er hvað mestur. Þar trónir Brasilía á toppnum með rúmlega 8.700 tegundir trjáa og á eftir koma Kólumbía með um 5.700 tegundir og Indónesía með 5.100 tegundir. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda er líffræðilegur fjölbreytileiki töluvert meiri í regnskógum hitabeltisins en á norðlægari slóðum.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.7.2024

Síðast uppfært

8.7.2024

Spyrjandi

Elín Ósk Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og EDS. „Í hvaða landi eru flest tré?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2024, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86141.

Jón Már Halldórsson og EDS. (2024, 5. júlí). Í hvaða landi eru flest tré? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86141

Jón Már Halldórsson og EDS. „Í hvaða landi eru flest tré?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2024. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86141>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða landi eru flest tré?
Skóglendi þekur um 30% af þurrlendi jarðar. Samkvæmt niðurstöðum viðamikils verkefnis sem fólst í að kortleggja þéttleika skóga í heiminum og meta fjölda trjáa er talið að heildarfjöldi trjáa á jörðinni séu um 3,04 billjónir.

Áætlað er að í heiminum séu um 3,04 billjónir trjáa, þar af rúmlega 20% í Rússlandi þar sem flest tré er að finna.

Einhverjum kynna að detta í hug að flest tré í heiminum væru í Brasilíu þar sem stærsti hluti Amasonregnskógarins tilheyrir Brasílíu. Svo er þó ekki heldur er Rússland með sína miklu barrskóga á toppnum. Rússland er stærsta land í heimi, rúmlega 17 milljón ferkílómetrar að flatarmáli. Af því telst rétt tæplega helmingur vera skógi vaxinn. Áætlað er að fjöldi trjáa í landinu sé um 642 milljarðar eða rúmlega 20% af trjám heimsins. Næst á eftir kemur Kanada með um 318 milljarða trjáa, Brasilía með 302 milljarða, Bandaríkin með 228 milljarða, Kína með 140 milljarða og Kongó með 101 milljarð trjáa. Samtals eru yfir helmingur trjáa í heiminum í þessum sex löndum. Að Kongó undanskildu eru þetta þau fimm lönd sem eru í fimm efstu sætunum yfir stærstu lönd heims að flatarmáli.

Það er kannski ekki óeðlilegt að í löndum sem eru mjög stór að flatarmáli sé að finna mjög mörg tré og skógar þeki stór landsvæði. Þegar við skoðum hins vegar hversu stórt skóglendi er af flatarmáli lands er listinn allur annar og smærri lönd komast á kortið. Súrínam hefur hæsta hlutfall skóga en talið er að yfir 97% af flatarmáli landsins sé skógi vaxið. Önnur lönd þar sem yfir 90% af flatarmáli telst til skóglendis eru Gvæjana, Gabon, Salómonseyjar og Palaú. Þessi lönd eiga það öll sameiginlegt að liggja í hitabeltinu, tiltölulega nálægt miðbaug og aðstæður þar því allt aðrar en til dæmis í Rússlandi og Kanada.

Í Súrínam í Suður-Ameríku þekur skóglendi um 97% af landi. Þar eru um 8 milljarðar trjáa eða um 0,37% af trjám heimsins.

Þrátt fyrir mikinn fjölda trjáa komast Rússland og Kanada heldur ekki á lista yfir þau tíu lönd þar sem fjölbreytileiki trjátegunda er hvað mestur. Þar trónir Brasilía á toppnum með rúmlega 8.700 tegundir trjáa og á eftir koma Kólumbía með um 5.700 tegundir og Indónesía með 5.100 tegundir. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda er líffræðilegur fjölbreytileiki töluvert meiri í regnskógum hitabeltisins en á norðlægari slóðum.

Heimildir og myndir:...