Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1951 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hér sit ég glorhungraður, hvað merkir þá eiginlega glor?

Nafnorðið glor er notað um gulgráan litarhátt sem stafar til dæmis af megurð eða hungri. Lýsingarorðið glorulegur er að sama skapi notað um fölleitan mann en einnig um dauft ljós. Enski tónlistarmaðurinn David Bowie er oft fölleitur að sjá. Hann er þess vegna glorulegur.Í orðunum glorhungraður, glorsoltinn og glor...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?

Já, það getum við gert. Hér eru nokkur: Iðormar er einn hópur flatorma sem lifa í lækjum, ám, sjó og vötnum. Iðormar eru, ólíkt flestum dýrum, bara með eitt op á meltingarveginum. Yfirleitt nærast iðormar á rotnandi leifum jurta og dýra. Ef engan mat er að finna nærast þeir á sjálfum sér, eða þeim líffærum sem ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?

Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið ...

category-iconOrkumál

Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn?

Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru forystusauðir yfirleitt hrútar?

Svarið er nei: Forystusauðir voru yfirleitt sauðir, það er að segja vanaðir hrútar, og forystufé virðist lengst af oftast hafa verið sauðir, meðan þeim var til að dreifa. Orðið sauður hefur tvær merkingar sem skipta máli hér. Annars vegar getur það þýtt (a) 'vanaður hrútur' en hins vegar getur það einfaldlega þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?

Það þekkist að ær séu sexlembdar og vitað er um dæmi þar sem öll lömbin hafa lifað. Í þeim tilvikum ganga þau ekki öll undir ána enda geta kindur tæplega fætt fleiri en tvö lömb með góðu móti því þær hafa aðeins tvo spena. Þó eru til dæmi um að vel hafi gengið að láta þrjú lömb ganga undir. Þekkt eru dæmi um se...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Fyllsta greinargerð um ævi og ritstörf Jóns Guðmundssonar lærða er í inngangi að ritinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, sem út kom 1998 og er eftir sama höfund og þetta svar. Hér verður ekki vitnað sérstaklega í þessa bók. Aftur á móti eru tilvitnanir þegar orðrétt er vitnað í rit annarra. Jón sagðist sjálfur...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?

Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?

Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128). Herakleitos ritaði eina bók s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?

Orðasambandið þeir sletta skyrinu sem eiga það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Uppruninn er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki. Í Grettis ...

category-iconHugvísindi

Hvers konar ritmál er silfurstíll?

Fyrir rúmum tuttugu árum var spurt um orðið silfurstíll í þáttum Orðabókar Háskólans um íslenskt mál en orðið virtist ekki koma fyrir í orðabókum. Allnokkur svör bárust og bar heimildarmönnum saman um að orðið væri notað um ákveðið prentletur. Margir nefndu að afar þeirra og ömmur hefðu lært að lesa á bókum prentu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?

Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur. Flestir telja veirur ekki til lífvera því að ...

category-iconHeimspeki

Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...

category-iconÍþróttafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað?

Erlingur Jóhannsson er prófessor í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Erlings tengjast lýðheilsu, velferð eða lifnaðarþáttum fólks og íþróttum. Erlingur hefur stýrt fjölmörgum umfangsmiklum rannsóknarverkefnum á undanförnum árum, bæði íhlutunarrannsóknum og langtímarannsóknum....

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?

Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum á fyrri hluta 17. aldar þegar þýski stjörnu- og stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler (1571-1630) vísaði til nýuppgötvaðra fylgitungla reikistjörnunnar Júpíters með fleirtölumynd latneska orðsins satelles. Það gerði hann í riti sem kom út á latínu árið 1611. Stuttur t...

Fleiri niðurstöður