Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2240 svör fundust
Hvað lifir skógarþröstur lengi?
Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir. Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár. Skógarþ...
Hver er elsta bjórtegundin?
Guinness frá Írlandi var fyrst brugguð árið 1759 og er líklega sú tegund af öli sem er elst. Elsta ölgerð heims er hins vegar Weihenstephan sem er í Freising rétt norður af München. Hún var stofnuð 1040. Bruggun á lager hófst hins vegar 1842 og þar gerir Pilsner urquell frá Tékklandi tilkall til titilsins elsti la...
Hvað er vísindadagatal?
Í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands var gefið út dagatal vísindamanna á veggspjaldi. Á dagatalinu er einn vísindamaður valinn fyrir hvern dag ársins. Öðrum megin er mynd af vísindamönnunum en hinum megin er stuttur texti til kynningar á framlagi þeirra til vísinda og fræða. Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrvera...
Hvað er ljóður þegar talað er um að ljóður sé á ráði?
Nafnorðið ljóður merkir ‘galli, annmarki’ og virðist ekki gamalt í málinu. Aðeins 12 dæmi eru í ritmálssafni Orðabókar Háskólans og eru öll nema eitt um að eitthvað sé ljóður á ráði einhvers. Elst dæmanna er úr ritgerðasafni Árna Pálssonar, Á víð og dreif, sem gefið var út 1947: Honum var að vísu ekki virt það ...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...
Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?
Flestir hallast nú að því að risaeðlurnar hafi dáið út í hræðilegum náttúruhamförum sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabilanna (K/T-mörkin, fyrir 65 milljón árum), og þurrkuðu raunar út um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu. Sambærilegt aldauðaskeið, en þó enn þá altækara, varð á mörkum perm og trías fyri...
Er hægt að skilja sinn eigin heila?
Það er ekkert erfiðara að skilja sinn eigin heila en aðra heila, og það er ekkert erfiðara að skilja heila en aðra flókna hluti. En það er svo önnur spurning hvort maður er miklu nær um sjálfan sig þótt maður skilji sinn eigin heila. Heilinn er líffæri og gerð hans og starfsemi má lýsa nákvæmlega á máli lífeðli...
Hvað er strúktúralismi?
Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...
Hver eru einkenni lungnabólgu?
Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsakir hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni, það er magainnihald sem fer niður í lungun, eða eitraðar gastegundir sem andað er að sér. Lungnabólga er mjög algengur sjúkdómur. Rúmlega helmingur lungnabólgutilfella er af völdum bak...
Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...
Hvað er gegnumtrekkur?
Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og...
Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?
Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru: Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt. Hvít blóðkorn: hlutverk...
Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?
Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu. Í bókinni Háborgin: M...
Er stærðfræði tungumál?
Löngu fyrir núverandi tímatal höfðu ýmsar þjóðir þróað stærðfræðileg hugtök og tjáð sig um þau. Varðveist hafa textar í rituðu máli um stærðfræðilegt efni frá fornum menningarsamfélögum, oft auknir teikningum. Nefna má Rhind-papýrusinn (um 1650 f.Kr.) frá Egyptalandi þar sem sjá má texta og teikningar af þríhyrnin...
Hver er stærsti ánamaðkur sem hefur fundist?
Í hitabeltinu og á Suðurhveli eru allmargar mjög stórvaxnar ánamaðkategundir. Lengst af hefur verið álitið að stærsta tegundin væri Megascolides australis sem á heima í skóglendi nálægt Melbourne í Ástralíu. Lengd þessa ánamaðks er oft sögð vera 12 fet, eða um 360 cm. Sú staðhæfing virðist studd af ljósmynd sem ví...