Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5856 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er algengasti gjaldmiðill heims?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvað átt er við með „algengasti“. Sá gjaldmiðill sem mest er notaður í viðskiptum landa á milli er Bandaríkjadalur. Sá sem mest er til af bankainnstæðum og skuldabréfum í er evran og sá sem flestir einstaklingar nota í daglegum viðskiptum sínum er gjaldmiðill Kína, renmin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á kúskel og nákuðungi?

Allmikill munur er á kúskel (Arctica islandica) og nákuðungi (Nucella lapillus). Báðar tegundirnar eru lindýr (Mollusca) en þær tilheyra þó ólíkum hópum innan fylkingarinnar. Kúskelin er samloka (Bivalvia) og líkist því öðrum samlokum, til dæmis kræklingi, í útliti. Nákuðungurinn er hins vegar snigill (Gastropoda)...

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?

Það er litningabreyting sem veldur Down-heilkenni og það uppgötvaðist fyrst árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn. Heilbrigðir einstaklingar hafa 23 litningapör eða alls 46 litninga. Einstaklingar sem eru með Down-heilkenni hafa auka erfðaefni í frumum líkamans, flestir þannig að þeir haf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvenær byrja ungbörn að tárast?

Nýburar tárast ekki. Ástæðan er sú að táragöng þeirra eru ekki fullmynduð. Þegar börn eru um það bil mánaðar gömul hafa táragöngin náð fullum þroska og þá koma tár þegar þau gráta. Grátur er eina leið ungbarna til að tjá tilfinningar sínar en honum fylgja þó ekki alltaf tár þótt táragöngin hafi náð fullum þrosk...

category-iconHugvísindi

Töluðu steinaldarmenn tungumál?

Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til villtir úlfaldar?

Til úlfalda teljast tvær núlifandi tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus) og hefur tvo hnúða á baki og hin nefnist drómedari (Camelus dromedarius) og er með einn hnúð á baki. Upprunaleg heimkynni drómedara eru í Afríku en þar finnast þeir ekki villtir lengur heldur aðeins tamin dýr. Í dag lifa t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan fáum við kranavatnið?

Mest allt vatn sem fer til neyslu á Íslandi, eða rúmlega 95%, er ómeðhöndlað grunnvatn. Grunnvatn er vatn sem er neðanjarðar en neðan vissra marka eru allar holur og glufur í jarðlögum fylltar vatni. Grunnvatns er aflað úr lindum, borholum og brunnum. Þeir sem búa ekki svo vel að fá grunnvatn þegar þeir skrúfa ...

category-iconTrúarbrögð

Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?

Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur: Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?

Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?

Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I. Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tím...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?

Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er lof ekki bara til í eintölu? Hvaða „lof“ eru það þegar menn ráða lögum og lofum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Að ráða lögum og lofum. Getið þið sagt mér hvaða lof þetta eru? Í beygingarlýsingu er hvorugkynsorðið lof einungis til í eintölu. Hér er einnig svarað spurningu Orra Matthíasar:Af hverju segir maður að einhver ráði lögum og lofum? Nafnorðið lof merkir ‘hrós’ í nútímamáli e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...

Fleiri niðurstöður