Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt? Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af ...
Af hverju er hægt að þjappa lofti saman en ekki vatni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að þjappa vökva, líkt og lofti? Loftið í kringum okkur inniheldur um 78% köfnunarefni og 21% súrefni, auk annarra lofttegunda sem eru um 1%. Það sem einkennir loft (ekki bara andrúmsloftið heldur líka hreinar lofttegundir) er að það er afar gljúpt, það er að segja rúmmá...
Af hverju hafa sum karlljón engan makka?
Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...
Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?
Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum. Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það e...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...
Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er í bitum lúsmýs og moskítóflugna sem veldur ofnæmisviðbrögðum? Hvað er um að ræða mikið (lítið) magn af vökva sem hver fluga gefur frá sér? Getur sama flugan bitið oft á sama tíma? og er algengt að fólk myndi ónæmi? Algengustu skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum og fugl...
Hvar er landið Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...
Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd? Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...
Hvers vegna hafna konur kynlífi tímabundið fyrir eða eftir blæðingar?
Upplýsingar um kynlífshegðun fólks gefa okkur ekki tilefni til að ætla að konur hafni almennt kynlífi fyrir eða eftir blæðingar. Konur eru með mismunandi þrár og langanir til kynlífs sem tengjast margvíslegum þáttum sem reynt verður að minnast á í þessu svari en fyrst mun ég fjalla um blæðingar og viðhorf til þeir...
Hvernig vann Persaveldi sig upp aftur eftir að Alexander mikli lagði það undir sig?
Hið forna Persaveldi sem Alexander mikli Makedóníukonungur (356-323 fyrir Krist) sundraði er aftur upp risið við lok 2. aldar fyrir Krist, sem veldi Arsakída. Persar taka aftur sjálfir við völdum á 3. öld eftir Krist. Fyrst er að gera greinarmun á Persíu og Persaveldi. Dareios III Persakonungur var ráði...
Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?
Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmit...
Hvaða plöntur étur sauðfé helst og hvaða tegundir forðast það?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað ræður fæðuvali sauðfjár? kemur fram að lömb læra fyrst og fremst af mæðrum sínum hvaða plöntutegundir eru fýsilegar til átu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fæðuval sauðfjár er mjög breytilegt, bæði í tíma og rúmi og á milli einstaklinga. Gerð hefur verið rannsókn á ...
Hvernig erfist litur á feldi tófunnar?
Upprunalega spurningin hjóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um erfðafræði íslenska melrakkans, til dæmis hvernig litarhaft erfist? Einnig hvort tófan hefur blandast alaskaref/silfurref. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að skýra út tvö algeng hugtök í erfðafræðinni, svipgerð (e. phenotype) og arfgerð (...
Getur fuglaflensuveiran borist úr fugli í gæludýr og þaðan í menn?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um fuglaflensu. Þeirra á meðal eru: Geta hundar fengið fuglaflensu? Ef fuglaflensan berst hingað til Íslands með farfuglum, er þá líklegt að kötturinn minn sýkist? Hvernig er með smit úr farfuglum yfir í kýr, hesta og önnur dýr? Geta þau smitast ef þau éta gras ...
Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?
Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...