Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1742 svör fundust
Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.
Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...
Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?
Fjöldi gyðinga í Póllandi er nokkuð á reiki og ber heimildum ekki saman, þeir eru sagðir vera allt frá rúmlega 5.000 til um eða yfir 20.000. Hvor talan er nær lagi breytir ekki öllu í þessu svari því niðurstaðan er sú sama, gyðingar eru aðeins örlítið brot þeirra rúmlega 38 milljóna manna sem búa í Póllandi í dag....
Hvort er réttara að skrifa I liður eða I. liður?
Rita skal I. liður = fyrsti liður. Þetta er sama regla og gildir almennt um raðtölur: 1. liður = fyrsti liður. Væri ritað I liður eða 1 liður ætti að lesa úr því: „einn liður“. Í Ritreglum, sem prentaðar eru í Stafsetningarorðabókinni (2006), segir í 97. grein að punktur sé settur á eftir raðtölustaf og gefin þ...
Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?
Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...
Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?
Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur. Appollo 11 var fyrsti mannaði leiða...
Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...
Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...
Hvaða merkir málshátturinn orð eru til alls vís?
Þessi málsháttur vefst nokkuð fyrir mér. Hann kemur hvergi fram í málsháttasöfnum sem mér eru kunn, hið síðasta gefið út 2014 (Jón Friðjónsson). Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans . Mér virðist á dæmum sem koma upp í leit hjá Google að hann komi fram eftir miðja síðustu öld. Lýsingarorðið vís he...
Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð? Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það v...
Hver fann upp orðið lýðveldi?
Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu. „átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226) Aðeins eld...
Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar nafnorðsins spjör og sagnarinnar spjara? Liggja sifjabönd þar á milli? Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er uppruninn indóevrópskur sama...
Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?
Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...
Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?
Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...
Hversu margir útskrifuðust með BS-gráðu í tölvunarfæði úr íslenskum háskólum árin 2011-2020?
Tölvunarfræði er kennd við tvo háskóla á Íslandi, Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólann í Reykjavík (HR). Einnig er hægt að stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri en það er í samstarfi við HR og nemendur eru því skráðir í síðarnefnda skólann. Á árunum 2011-2020 fengu 1.708 nemendur BS-gráðu í tölvunarf...
Hver var Þorgils gjallandi?
Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...