Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2543 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Brynhildur Þórarinsdóttir stundað?

Brynhildur Þórarinsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa helst að lestraráhuga og lestrarvenjum, lestraruppeldi og sambandi lestraráhuga og lestraruppeldis eða bakgrunns barna. Hún hefur til að mynda birt greinar um þróun lestrarvenja íslenskra unglinga í evrópskum samanbur...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru Tyrkjarán framin í öðrum löndum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er vitað um sambærilega atburði og Tyrkjaránið annars staðar í N-Evrópu? Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var einstakur atburður í afmarkaðri sögu landsins en hann var ekki einstæður í heimssögunni. Slík strandhögg voru alvanaleg í nokkrar aldir við Miðjarðarhafið. Segja má ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er pönk?

Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?

Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er tilgangurinn með hvalveiðum Íslendinga í rannsóknaskyni?

Á síðastliðnu vori kynnti Hafrannsóknastofnunin tveggja ára áætlun um veiðar þriggja hvalategunda í rannsóknaskyni. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að rannsóknaveiðarnar stæðu í tvö ár og hvort ár yrðu veiddar 100 hrefnur á tímabilinu maí-september. Auk þess var gert ráð fyrir veiðum á 100 langreyðum og 50...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með fljótandi gengi?

Sagt er að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma, það er fer eftir því hve mikið markaðsaðilar eru reiðubúnir að greiða fyrir viðkomandi gjaldmiðil í erlendri mynt. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis. Þrátt...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

category-iconFöstudagssvar

Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?

Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er alltaf stór stafur á eftir punkti?

Upprunalega spurningin kom til Vísindavefsins í löngu máli og hljóðar svona: Góðan dag. Hvers vegna er lítill stafur á eftir punkti hér í upptalningu á gömlu, íslensku mánuðunum? Mánuðirnir eru taldir upp, 1., 2., 3. og svo framvegis. Á eftir raðtölu kemur stór stafur í íslensku, ekki lítill. Ég er steinhis...

category-iconVísindi almennt

Hvenær er næsta rímspillisár?

Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er ljótasta dýr í heimi?

Þar sem hugtök eins og ljótur og fallegur eru afstæð er ómögulegt að benda á eitt tiltekið dýr sem hið allra ljótasta. Eftir því sem best er vitað hefur ekki verið gerð víðtæk vísindaleg könnun meðal almennings á því hver sé ljótasta skepnan. Margar ófrýnilegar skepnur er að finna í náttúrunni og til gamans birt...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarregla?

Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...

category-iconLandafræði

Hver er stærsti kaupstaður á Íslandi fyrir utan Reykjavík?

Eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hver er stærsti kaupstaður á landinu? er með góðri samvisku hægt að kalla Reykjavík kaupstað. Hið sama gildir um Kópavog en það er annað fjölmennasta sveitarfélag landsins. Þann 1. desember 2003 voru íbúar í Kópavogi alls 25.291. Konur voru aðeins fleiri...

category-iconHugvísindi

Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?

Orðið prjón og sögnin að prjóna koma hvorki fyrir sem flettur í fornmálsorðabók Johans Fritzner né í seðlasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn með orðum úr fornu óbundnu máli. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um sögnina að prjóna eru frá síðari hluta 16. aldar en dæmin um prjón eru eitthvað yngr...

Fleiri niðurstöður